Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.12.1904, Blaðsíða 5
149 Thorgrímsen, séra Kristinn K. Ólafsson og séra Björn B, Jónsson) og þrír prestar noröan úr Manitoba (séra Friörik Hallgrímsson, séra N. Steingrímr Þorláksson og séra Jón Bjarnason). En á fundinum í Pembina voru að eins noröan- anprestarnir þrír. Gg eftir næstu lielgi fóru þeir vestr í Ai'- gyle-byggö í Manitoba, og sömuleiöis séra Friörik J. Berg- mann, og voru þar á samskonar fundum rneö fólki Fríkirkju- safnaöar og Frelsissafnaðar í binni sameiginlegu kirkju þeirra safnaða þriöjudag og miövikudag 22. og 23. Nóv. eftir mið- degi. Þar var rœtt um kristilegt líf eða lífiS í guSi fyrra daginn, og hófst fundarhald þaö meö altarisgöngu; en síðara daginn var leikrnanna-starfsemi umtalsefniö. Flestir af trúarsamtalsfundum þessum voru íremr vel sóttir og all-fjölmennir, enda var um það leyti inndælasta veör dag eftir dag. Hluttaka leikmanna f umrœðunum sumsstaöar góö. Einna fjörugastar urðu umrœðurnar út af leiktnanna- starfseminni. Kvöldiö næsta áör en samtalsfundrinn í Vídalínssöfnuöi var haldinn haföi ungmennafélag þess safnaöar samkvæmi í Akra-íundarhúsi, og flutti séra Friðrik Hallgrímsson þarstutt- an fyrirlestr um kristnitökuna á Islandi. Eftir áskoran endr- tók hann það erindi kvöldi síðar á Mountain á fjölmennri samkomu, sem kvenfélag safnaðarins þar stóð fyrir. Rétt á eftir samtalsfundinum í Pembina var og fagnaðar-samsæti með rœðuhöldum m. m. í kvenfélagshúsinu þar, og stóð íyrir því bandalag unga fólksins í þeim söfnuði. Samskonar há- tíðarhald hafði einnig bandalag Argyle-safnaðanna í félags- húsinu þar skammt frá kirkjunni eftir fyrra samtalsfundinn. Þá voru og um sama leyti þrír trúarsamtalsfundir haldn- ir innan Minnesota-byggðarinnar íslenzku suðr frá, nefnilega í kirkju Lincoln-safnaðar miðv. 23. Nóv., og daginn eftir (þakkai'gjöröardag Bandamanna) í kirkju Vestrheimssafnaðar náhmiðjum degi) ogaðkvöldi í kirkju St.Páls safn.í Minneota. Af prestum var þar aulc heimaprestsins (séra Björns B. Jóns- sonar) aö eins séra Kristinn K. Ólafsson. Á tveim hinum fyrstnefndu þeirra funda var rœtt um ferminguna, en á hin- um síðastnefnda um leikmanna-starfsemi. Allir þeir fundir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.