Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1905, Síða 2

Sameiningin - 01.08.1905, Síða 2
82 Skáldsagan fræga Qiu vadis? (Hvert ertu að fara?) eftir Sienkiewicz, hinn pólska rithöfund, er komin út í Reykjavík í vandaðri íslenzkri þýöing frá hen'di hr. .Þórsteins Gíslasonar. I sögu þessari, sem margir Vestr-Islendingar hafa lesiö á ensku sár til mestu ánœgju, er meistaralega lý'St baráttu kristninnar, er hún forðum varð fyrir hinni grinnnilegu ofsókn í höfuðborg rómverska ríkisins á dögum Nerós keisara. Væntanlega fær bókin í hinum íslenzka búningi hér mikla útbreiðslu. Nokkru fyrir kirkjuþing síöasta afréð Fyrsti lúterski söfn- uðr í Winnipeg að kalla séra Rúnóif Marteinsson, sem að undanförnu hefir þjónað öllum lútersku söfnuðunum í Nýja Islandi, til aðstoðarprests með núveranda presti sínum. Þeirri köllun hefir séra Rúnólfr svarað á þann hátt, að eftir nýár næsta skuli hann, ef guð lofar, veita Fyrsta lút. söfnuði þjón- ustu sína að hálfu. Með tilliti til þessa starfar stud. theol. Jóhann Bjarnason með séra Rúnólfi í Nýja íslandi f sumar þangað til hann fer aftr suðr á prestaskólann í Chicago. Prestastefnan íslenzka, sem synodus er kölluð, var haldin í Reykjavík miðvikudaginn 28. Júní, og prédikaði við það tœkifœri séra Kristinn Daníelsson frá Utskálum. Fyrirlestr flutti séra Valdemar Briem út af efninu: Hvað er kristin- dómr? Til tals kom, að farið væri að nýju að gefa út kirkju- legt tímarit fyrir landið með byrjan næsta árs, og var í því máli sett þriggja manna nefnd: Hallgrímr biskup Sveinsson, séra Jens Pálsson og séra Þórhallr Bjarnarson. Þá hafði og verið rœtt um helgisiði og innri mál kirkjunnar, en nákvæmar er ekki frá þeim umrœðum skýrt í Reykjavíkr-blöðunum. fhe Augsburg Sunday School Teacher, mánaðarrit, sem General-synódan lúterska gefr út í Philadelphia, er að vorri ætlan bezt allra tímarita til hjálpar við sunnudagsskóla- kennslu, sem hér í Vestrheimi koma út innan vorrar kírkju- deildar. Ritstjórinn er dr. Charles S. Albert. Auk lexíu- skýringanna hefir hvert hefti rits þessa inni að halda marg- víslegar ritstjórnargreinir um kennslumál og kristindóm, svo

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.