Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1905, Page 7

Sameiningin - 01.08.1905, Page 7
»7 •2. Hjátrú flytja Farísear, fornar kred lur binda viö; vantrú boða Sadúsear, svifta hjörtun ró og friö. Far.'sear, Sadusear sitt á hvora standa hliö. . •,tmx 3. Frelsi hata parísear, fjötrunum þeir una bezt; lögmál hatá Sadúsear, sundr vilja slíta flest. Farísea, Sadúsea súrdeig skaltu varast mest. 4. Forða’ oss, guð, við Faríseum, fjötra þeirra sundr sker; bjarga’ oss, guð, frá Sadúseum, sverðin þeirra bitsljó ger, Farísea, Sadúsea súrdeig gef að forðumst vér. Norðr í landi. Eftir sára Rus jlf Marteinsson, Winnipeg-vatn er eitt af stórvötnum Canada. Það er um 300 enskar mílur á lengd frá norðri til suörs, liggr a5 mestu leyti innan takmarka Manitoba-fylkis, en þó er norð- asti hluti þess í Keewatin. Margar ár stórar og smáar falla f vatnið, en að eins ein rennr úr því, Nelson-á. Hún hefir upptök sín í norðaustrhorni vatnsins og rennr norðaustr tiíi Hudsons-flóa. Nálægt upptökunum er fiskistöð, sem nefnd er Warren’s Landing. En 22 mílur þaðan niðr með ánni er staðr, sem nefnist Norway House. Þar eru einar af aðal- stöðvum Hudsons-flóa-verzlunarfélagsins, og á þessi staðr all-merkilega sögu. Ef maðr svo fer tvær mílur lengra niðr með ánni, kemr maðr að einni trúboðsstöð Meþodista-kirkj- unnar, sem nefnist Rossvi/le Mission. Sunnudaginn $. Ágúst voru þar staddir þrír af prestum

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.