Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1905, Síða 11

Sameiningin - 01.08.1905, Síða 11
9i meiia hlutann til að sldlja sig írá og spila upp á eigin spýtur. I mörgum kirkjusóknum urðu þeir, sem rneira hlutanum heyrðn til, útlagar frá fyrrverandi kirkjum sínum og urðu nú að koma sér upp sérstökum samkomuhúsum, þar sem Unitarar hins vegargátu notað sér atkvæði sóknarinnar til þess framvegis að hafa hald á kirkjueigninni. Margir fundu sárt til ranglætis þess, er hér var í frammi haft, og naumast hefir enn fyrnzt svo yfir þær œstu sirsauka-tilfinningar, að heitið geti, að þær sé nú að fullu hjaðnaðar. Á þennan hátt náðu Unitarar til sín 126 Kongregazíónal-kirkjum í Massachusetts. Veikleiki Únitara hefir verið í því fólginn, að þeir hafa hafnað öllu annarlegu dómsvaldi. Þegar hundrað menn koma saman og láta það verða að samþykkt, að skynsernin skuli vera leiðarljós þeirra, þá þýðir sú samþykkt það í raun og" veru, að leiðarljós þeirra sé hundrað að tölu. Skynsemi hvers manns fyrir sig er frábrugðin skynsemi allra hinna. Þa5 er enginn allsherjar mælikvarði fyrir skvnsemina til í heim- inum, og skynsemin er oft, eins og vér vitum, ambátt hleypi- dóma, fávizku, ástríðna og siðspillingar. Þegar Frakkland sagði: ,,ni5r nieð biblíuna!1* — ,,niðr með kirkjuna! “ — ,,niðr rneð dag drottins!“ — e:i ,,upp með skynsemina!“—, þá var ekki farið til háskólans í Purís og víðsýnn spekingr þar val- inn til að vera holdi klædd ímynd skynseminnar. Frakkland var í nieira samrœmi við stefnu sína, sem þá var ráðandi, en það sjálft ímyndaði sér, þegar það hitti hina lauslátu leikkmu, setti hana í hásætið og skoraði á skynsemistrúarmenn að falla þar fram og veita henni tilbiðjandi lotning. Þeim mönnum, sem að eins þykjast fara eftir fyrirmælum skynseminnar, er hætt við að láta leiðast at öðru en skynseminni. Skynsemin er oft hinn biindasti leiðtogi og enn oftar fjötraðr þræll. Þegar Unitarar neituðu því, að biblían væri hið opinberaða orð guðs, og hver maðr fór að láta hugsanir sínar og ímyndanir fá hjá sér œðstu yfirráðin, þá var ekki nema eðlilegt, að þeir skiftist í mörg hundruð flokksbrot; og í sannleika varð hver einstak- lingr trúardeild út af fyrir sig. Það vekr því ekki furðu vora, þótt þeir afneiti harðlega öllum trúarjátningum, því með þeim er opiberlega kannazt við ákveðin trúaratriði, og þeir, sem engu trúa, myndi verðu seinir á sér með að búa til trúarjátn-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.