Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 4
íÖ4 sjúkdóm læknaðan sé það, aS leikmannalýðr vor hinn trúaðí láíi framvegis miklu meir til sín taka í kristindómsmálum en verið hefir að undanförnu. Ekki eru heldr nein líkindi til, að þær röksemdir nái sér síðr niðri í meðvitund kristilega hugs- anda almennings út af þessum vitnisburði vinar vors en orðift hefði án hans. Og persónulega stendr vissulega ritstjóri „Sam- einingarinnar.“ jafn-réttr og áðr eftir árásina. Svo þessi „sending" til vor í „Fjallkonunni" hefir naumast nein þau skað- semdar-áhrif, sem augsýnilega hefir verið til ætlazt. f trúarskoðunmn og að.öllu öðru leyti er ritstjóri „Sam." hér um bil sarni maðrinn, sem hann var, þegar hr. E. H. kynnt- ist honum fyrst hér í Vestrheimi. En hann, sem nú gefr oss í nefndu blaði sínu svo ógöfugan og illan vitnisburð, hefir til stórra muna breytzt. Hann var maðr frjálslyndr þá. Hann gat þá virt menn, þótt ekki væri þeir honum sanunála í trúarefnum og ýmsu öðru. Þegar vantrúin eitt sinn hér á árunum var að þreifa fyrir sér í „Lögbergi“, sem hann ásamt öðrum manni þá stýrði, hvort henni væri óhætt að láta þar opinberlega til sin heyra, þá víttum vér all-harðlega fyrir það uppátœki með þjóðsögunni um drauginn, sem spurði niðr um eldhús- strompinn: „Má eg detta?“ Ekki erfði hr. E. H. það neitt við oss. En nú er hann orðinn ófrjálslyndr. Nú vonzkast hann. Það, sem vér í seinni tíð höfum opinberlega sagt um trú- mál og ástand íslenzka þjóðlífsins yfir höfuð, er nú í hans aug- um óþolandi óhœfa. Og þvert á móti þvi, sem áðr var, hirðir hann nú ekkert um, þótt hann sínum málstað til stuðnings beiti herfilegustu ósannindum. Það er guðfrœðin nýja og biblíu-'kritíkin’ með öllum þeim liálf-kristindómi, er þar eir samfara, sem víst fyrst og fremst hefir valdið þvi, að ltr. E. H. hefir tekið þessum stakkaskiftum. Hann aðhylltist bær kenningar þegar undir eins, er þær bárust honum til eyrna þar úti á íslandi, gleypti þær meira að segja með húð og hári, og gjörðist jafn-skjótt eindreginn talsmaðr þeirra. Og þá fór hann smásaman að verða eins og annar maðr. En svo bœttist það við, að liann varð hugfanginn í andattúnni, tók verklega að eiga við þann ófögnuð og prédika þá vitleysu í nafni vísindanna. Við það hefir breytingin á eðli

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.