Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 8
i68 niikið að gjöra hér heima fyrir, svo margan ófullkomlfeik úr að bœta hjá oss sjálfum, að vér megum ekki enn þá vera að þvi að sinna heiðingjatrúboðinu; vér megum ekki vanrœkja þaö, sem Jiæst oss er, til þess að seilast eftir því, sem fjær er. Þetta er ekki eiginlega mótbára á móti kristniboðinu í sjálfu sér, heldr að .eins afsökun frá þeirra hendi sjálfra, á- stœða fyrir því, hvers vegna þeir sjái sér ekki fœrt að sinna. því. Þessi afsökun hefir komið fram hvað eftir annað, og hún. hefir gjört skaða; hún hefir tafið fyrir trúboðsframkvæmdunr víða. Og þó hefir hún verið marg-hrakin. Það hefir hvaö eftir annað verið sýnt fram á það, að hún hefir ekki nein gild. rók við að styðjast. Hvað hefði orðið úr heiðingjatrúboði, ef hún hefði verið tekin góð og gijd? Er ekki allt af eitthvað að, sem betr mætti fara, heima fyrir hjá hverjum einasta kristnum söfnuði? Eru ■í'kki allsstaðar einhverjir ófullkomleikar, sem úr þyrfti að Eœta? Eru ekki allsstaðar einhverjir erviðleikar við að stríöa? Ef ætti fyrst að bíða eftir þvi, að allt yrði gott og fullkomi.ð heima fyrir, hve nær skyldi þá sá dagr renna upp, að fara mætti .að kunngjöra gleðiboðskapinn allri skepnu? Og lívaðan hafa menn þá kenningu, að það þurfi endilegas .áð láta trúboðið biða þangað til safnaðarlífið sé orðið fullkóm- ið heima fyrir? Ekki frá Jesú Kristi; hann talar hvergi um neina slíka bið. Ekki heldr frá postulunum; að minnsta kosti hefir mér aldrei verið bent á það. Páll postuli beið ekki hjá isöfnuðunum, sem hann stofnaði á ferðurn sínum, þangaö ,ti] þeir voru orönir fullkomnir og lýtalausir; það sést af áminn- ingum hans til safnaðanna í bréfunum, sem hann skrifaði þeim ■eftir að hann var frá þeirn farinn, viðvrkjandi ýmsu, sem aflaga fór. Og frá hinum unga söfnuðí í Filippíborg þá hann hva'ö eftir annað styrk til þess að reka trúboð sitt ('Filipp. 4, 15. 16). Það Hggr við, að eins vel rnætti segja, að enginn söfnuðr ætti að hugsa um að byggja sér kirkju fyrr en allt safnhðar- fólk.ið væri búið að eignast vönduð og fullkomin. hús til að: búai í. Eða að enginn ætti að líkna fátœkum fyrr en hann he.fði allsnœgtir af að tak'a. Ef það væri góðar lífsreglur, þá hefði Jesús ekki hœlt ekkjunni fátœku, sem lagði aleigu sin,a í guðvS- kistuna (Mark. 12, 41). Guð gefi, að vér ættum meira en. vór eigunr af hugarfari hennar! . Enginn af oss væri fátœkari fyrir það; en vér værum sælli. Á þá að vanrœkja safnaðarstarfsemina heima fyrir til þess að sinna heiðingjatrúboðinu ? Nei, alls ekki. Og þess þarf

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.