Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 14
174 nnum hans Lunde. Leyndardómrinn er sá, að hann er „ung- mennið“, sem drottinn íiefir valið til þessa starfa, — að tendra eldinn í Kristjaníu. — Hamr hefir gengið skilyrðislaust að störfum drottins frá morgngrtil kvölds,—og svo verða brauðin og smáfiskarnir nóg handa fimm þúsundum. Hann getr sagt eins og Zinzendorf: „Eg hefi eina ástríðu, og hún er: hann, hann.“ Lunde var spurðr um daginn, hvort hann vildi ekki sjá markverð söfn og staði í Kristjaníu. „Það væri þá helzt Akershus“'—svaraði hann—, „,svo að eg mætti krjúpa til bœna í fangaklefanum, þar sem Hauge var.“------------ Rœðunni er lokið, en allir sitja hljóðir — Lunde les svo upp nokkr bréf, sem hann hafði fengið þann daginn, — frá konum, sem biðja um fyrirbœn fyrir mönnum sínum: „Mjaðr- iun mínn fór í kvöld í fyrsta skifti á samkomu;—eg er liéima og bið fyrir honum.“ — Frá systrum, sem hafa sent brœðr sína o. s. frv. Lunde skorar á þá, sem áhyggjufullir sé og vilji tala við hann að koma inn í samtalsherbergin, en hinir geti farið,' klukkan sé hálf-tíu. — En þaö er eins og menn heyri það ekki; örfáir fara; allir hinir búast greinilega við nreiru. Lunde verðr að balda eftirsamkomu. Hann hvetr trúaöa menn, segir frá, að sumir hafi kvartað undan því við hann, að þeir hafi kornið hingað kvöld eftir kvöld, en enginn hafi við sig talað, þótt þeir hafi þráð það. Náðargjöf Lunde’s kemr nú sérstaklega í ljós. Hér er ekkert andliegt ofbeldi, ekkert auglýsingaskrum um að sá eða sá „hafi frelsazt“. Ró og liprð kemr hvervetna fram. —Hann talar inniiega og blátt áfram um veginn til Krists, gagntekinn af auðmýkt, þakklæti og gleði af því, hve margir hafa kannazt við með uppréttum höndum, að þeir vilji leita drottins. Hann biðr drottin að blessa þá. Hann segir frá, að liann hafi sjálfr lengi verið hræddr um að drottinn gæti eleki .varðveitt hann á veginum. Hann hefði gengið guði á hönd, en eignazt litla gleði, því sá ótti heíði setið kyrr; Skyldir þú ekki falla 'frá Kristi aftr? Svo fór hann til reyndari bróður, sagði honum frá áhyggj- um sínum, og fékk þessi svör: „Reyndu að trúa guöi einn dag í einu—hann er þó fœr um að varðveita þig einn dag; — einn dag í einu, ungi vinr minn!“ „Einn dag í einu, vinir rnínir! — Drottinn blessi ásetning yðar um að verða hans. Vér skulum biðja.“--------

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.