Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 5
lians augsýnilega og áþreifanlega magnazt. Um þaö ber vott ekki aö eins „sendingin" frá honum til vor í „Fjallkon- nnni“ nú meö seinasta íslandspósti, heldr lika þaö, sem hann nýlega hefir í sama blaöi ritað um erindsreka innri missíónar- innar dönsku í Reykjavík, um Storjohan, norska prestinn, sem heimsótti ísland í sumar, og öll þau mál. Þótt ekkert væri annaö, ætti annar eins ritmáti að geta verið öHum heilsýn- um mönnum nœgileg sönnun fyrir þvi, að þessi svo kölluöu „vísindi“, sem í seinni tíð eru orðin landföst þar heima, skað- skennna menn og eru af illri rót runnin. Eða er það, ef til vill, stjórnmála-baráttan napra og beiska á Islandi, sem nú stendr yfir og hr. E. H. er svo mjög við rið- inn, sem hefir gjört hann svo ófrjálslyndan, illmálan og geð- stirðan ? Hyernig eiga kristnir menn að hugsaum dauðann? Eftir W. W. Keen, M. D. (frægan lækni í Bandríkjunumý. Flestu fólki, einnig þvi, sem kristið er, stendr stuggr af dauðanum. í prédikunum og sálmum, eins og í bókmenntunum yfir höfuð að tala, er jafnaðarlega um dauðann talað svo sem það, er í sjálfu sér sé ástœða til að fælast. Skelfingum dauð- ans er lýst með liinum átakanlegustu orðatiltœkjum. En frá sjónarmiði kristinnar trúar er slíkt mjög fjarri réttu lagi; því í raun og veru ætti dauðinn í augum kristins manns aö vera bezti vinr hans, sem hann ætti miklu fremr að fagna en að hræðast. Að þvi er snertir hið jarðneska eðli dauðans, þá er því almennt haldið fram af læknum, að dauðinn sé í sjálfum sér sjaldan kveljandi fyrir sjúklinga eða þeim ógeðfelldr, entla þótt liann sé nákomnum vandamönnum þeirra mikið hryggð- arefni. Nálega undantekningarlaust á deyjandi maðr því láni að fagna að vera meðvitundarlaus þá er hann skilr við, og það ástand er honum vörn gegn öllum sársauka. Þótt liann missi máttinn, þótt blóðhitinn sé brennandi, varirnar skorpni upp og andardráttrinn sé erviðr, þá finnr hann ekkert til neins af því. Flestir rnenn deyja rólega og oft nærri ómerkjanlega

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.