Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 10
i7o
hún sé enn langt frá því aö vera fullkomin. En allt um þa5
hefir blessan drottins verið yfir trúboösstarfi hennar.
Trúarvakningin í Norvegi.
Eftir hr. Sigrbjörn Á. Gíslason.
„Mér þykir leiöinlegt aö geta ekki fariö til Wales á leiö-
inni heim aftr til íslands og séð trúarvakninguna þar‘‘—sagðf
eg viö vin minn séra Friis Berg, prest viö Postulakirkjuna í
Kaupmannahöfú, tveim dögum eftir að eg kom þangað frá ís-
landi í byrjun Aprihnánaöar síðastliðinn vetr.
„Sagöist þú ekki ætla til Norvegs? Þar færðu að sjá;
mikla trúarvakningu"—svaraði hann.
„Er þar komin vakning?“
„Já, komdu meö okkr hjónunum í kvöld til Barnes
kammerherra. !Þar er fundr í dálitlu félagi presta og leik-
manna hér úr grenndinni. Séra Matthiesen, ritstjóri Kristilegs
dagblaðs, ætlar aö segja oss frá vakningunni í Kristjaníu; haniT
er nýkominn þaðan.“
„Þaö get eg ekki óboöinn."
„Eg skal sjá um það, ef þú vilt verða samferða“ — svar-'
aði hann.
Og svo fór eg og varð samferöa heim til kammerherrans-
um kvöldið, enda þekkti eg hann dálítið áör. Þar voru nálægfc
30 gestir, 5 eða 6 barónar, barónessur og greifafrúr; en hinir
voru starfsmenn við nágrannakirkjurnar, prestar og djáknar
með konum sínum. Þar kynntist eg lítið eitt í fyrsta og síöasta
sinn séra Julius Friis Hansen, hinum óþreytanda starfsmanni
„smákirknanna“ í K.höfn, sem safnaði hundruðum þúsunda
króna til kirknabygginga, og veittist honum. sú gleði að sjá.
hverja kirkjuna risa upp á fœtr annarri og trúaða áhugamenn.
verða presta við þær, og kirkjurnar fyllast, þrátt fyrir bölbœnir
og hrakspár vantrúarblaða. Hann var og einn þeirra fjögurra,
sem sáu um útgáfu góðra, en mjög ódýrra bóka gegn biblíu-
‘kritíkinni' síðustu tvö árin. — „Inndælt er að mega fara heim
í miðju starfi sínu fyrir guðs riki“— hafði hann sagt fyrir
mörgum árum við jarðarför séra Frimodts, sem talinn er stofn-
andi heimatrúboðsins í Kaupmannahöfn. En Friis Hansen
veittist það og. Flestir bjuggust við, að hann myndi enn starfa
vel og lengi; en snemma í Ágúst i sumar andaðist hann, og var
það harmr flestum kirkjuvinum dönskum. — Eg sá .það þetta