Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 16
176 tók J)á þátt í skandinavisku sjómannamissíóninni, talaði á skip- um og sjúkrahúsum með góðuin árangri. Hann langaði til að verða umferðaprédikari, og ætlaði Jjví að afla sér menntunar á biblíuskóla Moody’s. — En drottimi ætlaði honum annað. Einhverju sinni, er hann talaði á missíónar-samkomu í New Haven, kom danskr maðr til hans, sem skoraði á hann að taka þegar til starfa og koma til Suðr-Dakota. Lunde kvaddi þá skip sitt 10. Nóvember árið 1900, og>. liefir síðan svo að segja stöðugt verið að prédika, en ávallt utan allra flokka. Ári síðar fór hann heim til Norvegs og prédikaði fyrst ív gömlu sveitinni sinni og svo í borgunum á vestrströnd Nor- vegs, og allsstaðar urðu trúarhreyfingar. Fyrst framan af tal- aði hann í bœnahúsum heimatrú jðsmanna,og jafnvel sumsstað- ar í kirkjum; <ui há risu upp ýmsir prestar og átöldu þá heima- trúboðsmenn mjög, sem vildu þiggja starf endrskírðs manns. og fór svo, að kirkjufólkið neitaði þessum þarfa syni sínum um lfúsnæði. — Baptistar buðu honum sína sali hvað eftir ann- að til prédikunar, en liann þá það sjaldan. Starf hans og hann sjálfr var að verða þrætuepli milli margra nýtra lúterskra manna á vestrströnd Norvegs, og þá fór Lunde aftr til Ameríku. Ættjörð hans hafði þó ekki misst hann alveg. Hann komt- litr i fyrra haust (1904;. Drottinn staðfesti vitnisburð lians enn greinilegar en áðr, og nú standa hcnum allar kirkjur opnar í höfuðborg Norvegs. (Meira.) Hr. Jón /. Vopni, féhirðir og ráðsmaðr ,, Sam.'hefir nú einnig á hendi féhirðisstörf fyrir kirkjufélagið, þvf hr. Jón A. Blöndal hefir orðið að skila því verki af sér vegna Islandsferðar sinnar. Tillög öll í sjóði kirkjufélagsins gjöri menn því svo vel að senda til hins fyrrnefnda. Address: Sameiningin, P. O. Box 689, Winnipeg, Man. , Canada. ,,EIMREIÐIN“, eitt fjölbreyttasta og skemmtilegasta tímaritið á íslenzku. Ritgjörðir, myndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti Fæst hjá Hall- dóri S. Bardal í Winnipeg, Jónasi S. Bergmann á Garðar o. fl. ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 númer á ári. Barnablaðið nýja (Börnin), sem komið er í stað ,,Kennarans“, fylgir með ,,Sam.“ í hverj- um mánuði, en er þó nú sent út sérstaklega. Ritstjóri þess er séra N. Stein- grímr porláksson, WestSelkirk, Man. Árgangsverð beggja blaðanna að eins $1; greiðist fyrirfram. — Skrifstofa ,,Sam. 118 Emily St., Winnipeg, Mani- toba, Canada.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.