Sameiningin - 01.01.1906, Blaðsíða 11
kvöld, sem eg heyrði þó enn fegra um, er eg las um banalegu
hans, að þar var maör, sem ekki átti neinn „skýjag’uö", en var
vanr aö tala viö vidstaddan, lifanda drottin.--------
Þaö voru viðbrigði fyrir mig, sem var nýkominn frá kalda
landinu, þar sem Hest „fína“ fólkiö gjörir gys aö bœnasam-
lcomum, aö sjá aöalsmennina og barónessurnar krjúpa niðr til
sambœna engu síör en hina gestina í viöhafnarstofu kammer-
herrans, eftir fyrirlestr ritstjórans. Ættardrambi og verkarétt-
læti var ekki hleypt inn; hér voru frelsingjar Ivrists.
Séra Matthiesen ritstjóri sagöi meðal annars í fyrirlestri
sínum:
Þ'aö hefir verið beðið mikjð og lengi í Kristjaníu um trú-
arvakningu. Trúarvakningarnar í ýmsum norskum bœjum og
sveitum undanfarin ár, fjárþrot og atvinnuleysi í höfuöborg-
inni, stjórnmála-alvaran, og ráðaþrot veraldlegu mfenningar-
innar í því að veita lífinu lífsgildi — allt þetta og fleira stuðlaði
aö bœnaralvörunni og bœnheyrslunni.
Því bœnirnar eru uppfylltar; vakningin er komin, þótt
hún sé ekki meö því móti, sem margir höfðu búizt viö. — Ungr
leikprédikari að nafni Albert Lunde kom til Kristjaníu í Febrú-
ar í vetr og fór að prédika. Samkömuhúsið og somuleiðis leik-
liúsið, sem hann talaði fyrst í, varð bráðlega allt of lítið, og
leigði hann þá hjá innri missíónjhni missíónarhúsiö i Calmey-
er-götunni, stœrsta missiónarhúsiö á Norðrlöndum, sem rúmar
um fimm þúsundir manns. Þar talaði Lunde dag eftir dagt
stundum einn og stundum með ýmsum starfsmönnum innri
missíónarinnar, sérstaklega prestumim Laurits Larsen (sem nú
er nýfarinn til Ameríku, meðal annars til að safna fé handa
missíóninni i Kristjaníuý, Hansteen, og Kjeld Stub, fram-
kvæindarstjóra hins Kristilega félags ungra manna í Kristjaníu,
og síðast með leikprédikaranum Modalslii
Það væri ónákvæmt að segja, að þar væri oftast húsfyllir;
þvj húsið cr oft orðið fullt klukkutima áðr en byrja skal, og’
verða þá stundum nærri eins margir frá að hverfa og inn eru
komnir. Oftast bíðr allr þorrinn eftir eftirsamkomunni, þar
sem Lufide og margir aðrir trúaöir rnenn ganga um salinn til
aö tala við þá, sem þrá frelsi sálar sinnar, og biðja með þeim.
Mörgum þyk'ja eftirsamkomurnar beztar,. og öllunj ber saman
um, aö Lunde sé snillingr í að stjórna þeim. — —
Um morguninn, meðan lestin brunaði til Kristjaniu, lásum
vér guðspj. um 5,000 mennina á eyðimörkinni í Galíleu, hvern-
ig- ungmennið lét það, sem hann hafði, firnrn brauð og tvo fiska,