Sameiningin - 01.12.1957, Side 6
4
Sameiningin
þó að hans hugsanir séu ei vorar hugsanir, þó að hans vegir
séu ósporrækir, þó að hann heiti því er ótrúlegt virðist, þó
að dimmt sé í himni og svörtum skuggum slái á brautir hans
barna, þá mun þó jafan mitt í myrkri og dimmu ljósið
ljóma og gleðja guðhrædd hjörtu. Trú því og huggast við
það, hver sem hryggur ert í huga; lær það enn á ný við
jötuna í Betlehem að Guð er trúr.
Hann græðir sár og sorgartár,
ei sífellt lætur vinna.
Þinn hug við allt það hugga skalt,
er hans þér orðin kenna.
En þar mátt þú einnig sjá annað fagnaðarefni öllu
meira, Guðs kærleika til syndugra manna. Reifabarn liggj-
andi í jötu og þó um leið Guðs eingetinn sonur; hvílík undur!
Hvílík niðurlæging! Hans fyrsta herbergi á jörðu fénaðar-
hús; hans vagga tóm jata! Og þó var hann hinn eingetni
son föðursins, konungur himins og jarðar. Og um leið og
þú nú sér í anda vöggu hans, fyrstu hvílu á þessari jörð, þá
hugsaðu einnig til hans síðustu hvílu, krossins á Golgata;
renndu huganum frá reifunum, er hann var vafður ný-
fæddur, til líkklæðanna, er hans andaði líkami var hjúpaður
við greftrunina; frá hans fyrstu ævistund til allrar ævi hans,
til hinna mörgu mæðustunda, til alls hins mikla dagsverks,
er liggur milli jötunnar og grafarinnar, og hugleið svo, til
hvers hann var í jötu lagður, til hvers hann starfaði og leið
og var á krossi deyddur, að það var allt til þess að hinn
vesæli heimur yrði endurleystur, að hið glataða, spillta
mannkyn yrði friðþægt við Guð og endurfætt til nýs lífs
fyrir þessa fæðingu, þjáningar og dauða, og seg svo: Er
slíkt eigi kærleikur, er slíkt eigi náðarundur, er slíkt eigi
óumræðileg líkn og miskunn vors Guðs; og mættum vér
eigi þakka hana og vegsama Guð fyrir hana miklu fremur
og innilegar en hirðarnir, er svo lítið höfðu séð af öllu
þessu, og lítt báru skynbragð á hverju þeir fögnuðu yfir-
Guð er kærleikur, það eru hin fegurstu og sælufyllstu orð
allar ritningarinnar um hinn almáttuga herra himins og
jarðar. Hvernig þessi eilífi kærleikur ríkir á himnum, til-
beðinn af ljómandi englasveitum, stýrandi hinum óteljandi
heimum, er hann hefur skapað, hulinn í hinu óumræðilega