Sameiningin - 01.12.1957, Síða 8
6
Sameiningin
einn ungur mundi þann lærdóm hefja er gjörði alla þeirra
heimspeki að heilaspuna, að galeliskir fiskimenn og toll-
heimtu menn mundu útbreiða þann lærdóm og rita þá bók,
sem öll þeirra rit yrðu lítilsverð hjá — sannarlega mundu
þeir eigi hafa virt slíka spásögn nema að háði og spotti. —■
Og er þó eigi allt þetta fram komið? Er eigi það ljós útgengið
frá þeim hinum dimma helli, er um allan heiminn ljómar?
Er eigi úr þeirri hinni lágu jötu fram genginn sá konungur,
er öll kné lúta bæði á himni og jörðu? Er eigi á þeirri nóttu
grundvöllur lagður að því ríki, sem ennþá stendur, þó að
ríki Ágústusar keisara sé fyrir mörgum öldum liðið undir
lok? Er eigi úr þessum lága afkima sú trú út gengin, er nú
á háreist musteri í öllum löndum heimsins, þar sem nú er
á óteljandi tungum sungin lof og dýrð fyrir það að oss er
frelsari fæddur? Ef einhver væri hér á meðal vor, sem
efaðist um að Jesús sé af himnum kominn, að hans orð séu
frá Guði og að hans ríki sé eilíft og ævarandi, þá gangi hann
í anda að jötunni í Betlehem og hugleiði þá sjón er þar er
að sjá, hið unga barn og hina fáu fátæklinga umhverfis,
hversu lítið og alls ekkert af veraldardýrð né mannlegu
veldi — og hugleiði síðan, hvað af þessum litla vísi er
sprottið, eftir að svo margar aldir eru yfir hann liðnar, eftir
að svo margir óvinir hafa móti honum barizt, eftir að svo
margt annað frægt og voldugt er hjaðnað og hnigið til
jarðar; hugsi hann til þessarar yfirstandandi hátíðar, í
hversu mörgum kirkjum er hann nú boðaður, af hversu
mörgum vörum vegsamaður, af hversu mörgum hjörtum
elskaður, hann, sem í jötunni lá sem fátæks manns barn
lítilsvirt og ókunnugt. Hlýtur eigi hver maður að játa, að
þar sýnir sig guðlegur máttur; hlýtur eigi hver maður að
vegsamá Guðs almætti, er öllu þessu hefur til leiðar komið
á móti mannlegu ofríki og undirstrika þessi lofgjörðarorð:
Allt guðs speki, miskunn mátt,
mikli, göfgi, prísi hátt.
Dýrð sé Guði í hæstum hæðum,
hrósi jörð hans ástargæðum.
En hin lága jata í Betlehem á eigi aðeins að vera oss
dýrðleg höll guðlegrar hátignar, hún á einnig að vera fæð-
ingarstaður guðlegs lífernis á jörðunni. Eins og barnið, sem