Sameiningin - 01.12.1957, Side 9
Sameiningin
7
lá í jötunni, óx upp og varð máttugt í anda, eins og sonur-
inn, er hinn himneski faðir hafði velþóknun á, út gekk úr
lítilfjörlegu hreysi, svo eiga þaðan að renna lækir lifandi
vatns til mannkynsins alls og skapa í því nýtt líf, og svo
eigum vér öll þaðan að ganga sem nýir menn, skapaðir eftir
Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans. Hjarta þitt, synd-
ugur maður, þitt sauruga, spillta hjarta, með þess illu hug-
renningum og lágu fýsnum, það er það hreysi er Jesús á að
nýju í að fæðast. Hjarta þitt, svo þröngt og tómt, er sú jata,
sem nú á í móti frelsaranum að taka, til þess að hann búi
þar og þroskist þar. Fæðing Jesús fyrir 19 öldum, hún
kemur þér að engu liði, og jólahátíðin, sem vér nú höldum
heilaga, hjálpar þér að engu, ef þú eigi lætur hið nýja,
heimneska líf innrætast í hjarta þitt. Þó að frelsarinn svo
þúsund sinnum væri fæddur í heiminn, værir þú
jafnt glataður, ef hann eigi fæðist einnig í þínu hjarta-
Gætið því þess, að Guðs náð verði eigi til ónýtis á yður —
það er áminning þessarar hátíðar til yðar allra. Hvað á ég
að gjöra til þess að ég öðlist eilíft líf? Það er spurning, sem
vér eigum hvert um sig að leggja fyrir oss sjálf á þessari
hátíð. — Vér getum látið hina helgu frásögu um fæðingu
Jesú svara þeirri spurningu fyrir oss. Hirðarnir fóru og sáu,
hvernig allt var eins og englarnir höfðu boðað þeim. Kom
þú einnig og sjá. Kom þú í dag og dag eftir dag, eigi aðeins
helgidaga og hátíðardaga, heldur hvern dag. Hugsaðu eigi
að þú hafir nóg gjört til að halda helga fæðingarhátíð
frelsarans, þó að þú hafir komið hingað í dag og setið hér
litla stund í minningu hennar. Nei, kom þú aftur og aftur
að skoða hans fæðingu; vertu fúsari og fúsari til að sjá og
skoða. Sjá þú þá sögu, þá helgu sögu, sem hófst í Betlehem
og endar á Olíufjallinu með himnaför Jesú. Skoða þú þá
sögu á komandi ári með eftirtekt og guðrækilegri athygli.
Ef þú gjörir það, þá er mikið unnið. Það eru svo margir,
sem vanrækja það, að koma og sjá, að lesa og heyra; ef það
er vanrækt, þá er eigi von að hið nýja líf glæðist í hjörtunum,
því hvernig eiga menn að trúa á þann, sem þeir hafa ekkert
um heyrt. En það er ei heldur nóg aðeins að koma og sjá,
þú þarft ennfremur eins og María gjörði, að geyma öll þessi
orð í hjarta þér. Að vísu skildi eigi María í fyrstu hvað
fram fór á himni fyrstu jólanótt, hún vissi eigi hvílík náð
henni og öllu mannkyni var auðsýnd, en hún geymdi það í