Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1957, Side 18

Sameiningin - 01.12.1957, Side 18
16 Sameiningin kom til þess að semja frið á meðal mannanna, og til þess að stofna bræðralag á jörðu. „Minn frið gef ég yður,“ sagði hann. „Komið til mín allir,“ sagði hann ennfremur. „Sann- leikurinn mun gjöra yður frjálsa," sagði hann við þá, sem höfðu tekið trú á hann. Sannleikur í hvaða efni, spyrja menn- Að því er friðarmálunum viðkemur, er sannleikurinn sá, að hin tæknilega og vélræna þróun skapar aldrei frið á jörðu; það mál er öllum hugsandi mönnum Ijóst. Ennfremur er sannleikurinn sá, að vér sem dveljum á vesturhveli jarðar, höfum engin sérréttindi, eða umboð frá Guði til þess að vera ávallt oddvitar og forráðamenn mannkynsins. Vér verðum að láta oss lærast að búa í friði og sátt undir sama þaki og aðrar þjóðir, sem eru oss svo ólíkar sem framast má verða um hörundslit, tungutak og alla menningu. Og þær verða einnig að sætta sig við tilverurétt vorn og hugsjónir. Saga ein í Nýja testamentinu segir frá gömlum manni, sem lengi hafði beðið þess að draumur sinn rættist. Sagan gerðist skömmu eftir hin fyrstu jól. Gamli maðurinn beið í musteri Drottins. Og er honum var fært Jesú barnið, tók hann það í faðm sér og þrýsti því að hjarta sér, og um leið fylltist sál hans fögnuði sem hann hafði aldrei áður þekkt, og fékk trauðla lýst með orðum. Heimurinn er gamall orðinn, og menn eru lémagna og þreyttir á erjum og stríði, eins og þessi öldungur. En í þessu hrörlega hreysi fæðist Jesú nú á ný. Ef menn nú aðeins bæru gæfu til þess að veita honum viðtöku, og þrýsta honum að hjarta sínu í lotningu og tilbeiðslu myndu helskuggarnir hverfa, og vorvindar friðarins dreifa ófriðarblikunni af himni og úr hugum manna. Sú hugsjón virðist enn eiga langt í land, en þótt mennirnir séu tornæmir er Guð þolinmóður. „Minn frið gef ég yður.“ Gefi þér guð sinn frið. —V. J. E. —GLEÐILEG JÓL!

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.