Sameiningin - 01.03.1958, Síða 15
Sameiningin 13
GEIMFARIR OG GUÐSRÍKI
Með sigri vísindalegrar tækni á þyngdarlögmálinu og
gufuhvolfinu, og hugsanlegum geimförum til annarra hnatta,
hefir víða vaknað nýr áhugi fyrir spurningúnni: Er mannlíf
á öðrum hnöttum? Dr. Helgi Péturss hélt þessu fram á sínum
tíma, en mörgum þótti slíkt þá hugarórar. Ef svo skyldi
reynast, að mannlíf fyrirfinnist á öðrum hnöttum, hvaða
áhrif myndi það hafa á heimsskoðun kristindómsins?
Prófessor einn við Cambridge háskólann kemst svo að orði
um þetta: „Ef það kemur í ljós að mannkýn vort hér á
jörðinni er aðeins eitt á meðal fjölda annarra á öðrum
hnöttum, hvernig getum vér þá haldið því fram, án þess
að gerast sek um heimskulegt stærilæti, að vér séum sér-
stæðar verur frammi fyrir Guði, og að vér höfum notið
sérstakrar náðar.“ Hið víðlesna trúmálablað, The Chrisiiian
Herald, segir í ritstjórnargrein: „Vera má að hinn eilífi sonur
(Kristur) hafi tekið á sig mannlegt hold á öðrum hnöttum,
og írelsað mannkyn í öðrum veröldum en þeirri er vér nú
byggjum.11
☆ . ☆ ☆
Guðslög — Landslög
Gamla deilan um það hvort guðslög (canan law) eða
landslög eigi að ráða um hátterni manna hefir blossað upp
á ítalíu nýlega. Tilefnið var það að hjónaefni ein vildu ekki
beygja sig fyrir „guðslögum“ kaþólsku kirkjunnar, og létu
gefa sig saman á borgaralega vísu. Biskup umdæmisins lét
viðkomandi sóknarprest lesa af stólnum yfirlýsingu um
að þessi hjón lifðu í hneýkslanlegri sambúð, og hefðu gert
sig sek í saurlifnaði. Brúðguminn kunni þessu illa og höfðaði
skaðabótamál gegn presti og biskupi og fékk þá dæmda í
sektir fyrir róg og illmæli. Páfinn brást reiður við og lýsti
yfir því, að ríkið væri með þessum dómi að ofsækja kirkj-
una. Til þess að gefa „gremju sinni og sorg“ frekari áherzlu
neitaði hinn heilagi faðir að hræra Sig úr íbúð sinni, þegar
til þess kom að minnast krýningarafmæls hans nú nýlega-
Fyrir kirkjudyr í ýmsum stórborgum landsins var hengt
upp svart klæði, sorg hins „heilaga" til frekari áréttihgar,
og til að mótmælá öfsóknum ríkisins á ;hendur biskupi
þessúm og presti hans.