Sameiningin - 01.11.1947, Blaðsíða 15
Sambininqin
171
lítið í reikningi. Kverið var ég látinn læra, og kunni ég
það nokkurn veginn, þegar ég var níu ára gamall. Hvaða
áhrif hafði þetta svo á mig? Eg var sannfærður um tilveru
og nálægð Guðs, og ég vildi í einlægni þóknast honum. Eg
man ekki eftir, neinum mótþróa hjá mér gagnvart hinu
guðlega, sem mér var kent. Með þetta hugarþel yfirgaf ég
ísland og tók mér bólfestu í annari heimsálfu. Þetta vega-
nesti gaf móðurkirkja vor Vestur-fslendinga mér, þjóð-
kirkja íslands. Mér finst því, þegar ég hugsa aðeins um
mína eigin æsku, að ég hafi ekkert út á hana að setja. Eftir
mínum barnslegu vitsmunum fanst mér hún aðdáunarverð
og ég var henni þakklátur fyrir það, sem hún gaf mér, og
það er ég enn.
Eftir að ég kom hingað vestur, heyrði ég all-mikið talað
um drykkjuskap presta og aðrar misfellur á íslenzku þjóð-
kirkjunni, og tel ég víst, að mikið af því, sem þá var sagt,
hafi verið á rökum bygt; en þetta er ekki hið eina, sem ég
hefi heyrt eða lesið um íslenzku þjóðkirkjuna, síðan ég
kom til Vesturheims.
Eg hugsa því heim til íslenzku þjóðkirkjunnar, ekki ein-
ungis eins og hún var í æsku minni, á íslandi, heldur að
einhverju leyti eins og hún hefir verið um aldaraðir. Auð-
vitað ætla ég mér ekki að fara að rita sögu hennar, og ekki
loka ég augunum heldur fyrir því, að sumt er í þeirri sögu
erfitt. En er það ekki sannleikur, að mikið er þar af göfug-
um dæmum, sem örfa hug vorn til dáða og drengskapar, til
mentunar og mannúðar, til kristilegra afreksverka?
Með kirkjunni komust skólar á fót á íslandi. Á báðum
biskupssetrunum, Skálholti og Hólum, voru stofnaðir
skólar, sem stóðu margar aldir. Önnur mentaból risu upp
í Haukadal og Odda, sem áunnu sér mikla frægð á íslandi,
ávöxtur einnig af starfi kirkjunnar. Sömuleiðis var hin dá-
samlega, forna ritlist íslendinga í mjög nánu sambandi við
kirkjuna.
Mennirnir, sem voru í broddi fylkingar í þessum menn-
ingarþroska, voru lærdómsmenn og göfugmenni. ísleifur,
sonur Gissurar hvíta, er varð biskup í Skálholti 1056, “var
ágætismaður mikill, og lét sér ant um að efla kristna trú.
Til þess að bæta úr prestaskorti, tók hann ýmsa unga menn
til kenslu, er síðar urðu prestar”. Um Gissur, son hans og
eftirmann er sagt, að hann hafi verið “bæði konungur og
biskup”, yfir íslandi, frábær skörungur og afar vinsæll