Sameiningin - 01.11.1947, Side 16
172
Sameininoin
maður. Um Jón Ögmundsson, fyrsta biskup norðurlands, að
Hólum í Hjaltadal, er þetta sagt: “Hann fékk, á skömmum
tíma vakið svo mikinn áhuga í trúarefnum, að fólk kom
hópum saman víðsvegar að til að hlýða á kenningu hans og
presta hans. Á stórhátíðum, svo sem páskum og hvítasunnu,
voru þannig oft saman komin á Hólum þrjú til fjögur
hundruð manns, karlar og konur. Á sumrin fór svo biskup
um biskupdæmið og heimsótti menn sjálfur. Einnig stofn-
aði hann skóla á Hólum og var þar fjöldi manna við nám”.
Þar voru jafnvel kend þjóðleg fræði.
í lúterskum sið kannast enn allir íslendingar við Guð-
brand Hóla-biskup, er vann það nærri ótrúlega þrekvirki
að láta prenta alla Biblíuna á íslandi, á íslenzku, ásamt
mörgum öðrum bókum, í bundnu og óbundnu máli; Jóri
biskup Vídalín, er mælskastur hefir verið allra íslenzkra
presta; og hið ódauðlega skáld Hallgrím Pétursson, sem
Matthías Jochoumsson segir um: “Niðjar fslands munu
minnast þín, meðan sól á kaldan jökul skín”.
Það er ekkert skrum, enginn tómur orðaleikur, heldur
hreinn sannleikur, að það er hvetjandi að hugsa heim til
íslenzku þjóðkirkjunnar um margt það sem hún geymir í
sögu sinni.
Eg vík nú inn á annað svið. Flutningur íslendinga til Vest-
urheims hófst um miðbik 19. aldar til Utah og í aðalþætti-
sínum áriðl870. Nú eru þeir í stórum hópum á ýmsum stöð-
um, bæði í Bandaríkjunum og Canada. Er unt að læra nokk-
uð af þeim viðvíkjandi þjóðkirkjunni íslenzku?
Um eitt skeið bar einna mest á tveimur íslenzkum prest-
um hér vestra, en það voru þeir séra Jón Bjarnason og séra
Páll Þorláksson. Þeir voru báðir lúterskir, en svo mikill
kirkjulegur skoðana-ágreiningur varð milli þeirra, að það
er enn í minnum haft. Skyldi mega finna nokkurt endur-
skin íslenzku þjóðkirkjunnar hjá þessum andstæðingum
báðum?
Báðir höfðu mennirnir alist upp á íslandi og báðir lokið
þar latínuskólanámi, en aðeins hinn fyrri hafði stundað
nám við prestaskólann íslenzka. Þegar hann kom vestur,
leitaði hann til Norðmanna í Bandaríkjunum og hugði til
prestsstarfs meðal þeirra, en af því varð ekki, vegna þess
að hann fann þar andastefnu, sem hann, að sumu leyti, gat
með engu móti samþykkt. Sál þessa unga guðfræðings var
þá orustuvöllur. fslenzkt sjálfstæði var að heyja stríð. Ann-