Sameiningin - 01.11.1947, Qupperneq 18
174
Sambininqin
Um landnámsmenn íslenzka hér vestra, fólkið, sem frá
íslandi kom og ruddi sér og afkomendum sínum veg í nýrri
heimsálfu, hefir mikið verið talað og á þá hlaðið miklu
hóli. Stundum hefir það verið sannleikur, en stundum gífur-
legt, meira um það hugsað að láta það vera stórt heldur en
að láta það vera satt.
Framhald í næsta hefti.
Thorvaldur Sveins-
son, Skagfirðingur
að ætt, andaðist að
heimili sínu við Húsavick, Man., þann 1. nóv., 88 ára og 10
mánaða að aidri. Hann var ættaður úr Viðvíkursveit í
Skagafjarðarsýslu. Hann kom fulltíða maður til þessa lands,
og eftir nokkra dvöl á öðrum stöðum, kom hann til Nýja
íslands og settist að í Víðines-bygð. Fyrir 50 árum síðan
kvæntist hann Halldóru Albertsdóttir frá Steinsstöðum,
bjó ávalt þar í bygð; oft áttu þau hjón við heilsuieysi að
stríða, og stundum við þröng kjör. Þau eignuðust mörg
böm og mannvænleg. Thorvaldur átti yfir góðum hæfi-
leikum að ráða, prýðilega vel greindur, sjálfstæður, stiltur
og þrekmikill. I safnaðar- og kirkjumálum umhverfis síns,
var hann affarasæll og áhugasamur, sat oft á kirkjuþingum,
hjálpsamlegur og skilningsríkur prestum þeim er söfnuð-
inum þjónuðu. í all-löngu hinzta stríði var hann þolinmóður
og hugrakkur. Með honum á Víðines-söfnuður trúföstum
og ágætum manni á bak að sjá.. — Hann var kvaddur hinztu
kveðju að heimili sínu þann 3. nóv..
”Þreytti faðir, sof í ró!”
Safnaðarleiðtogi
látinn
s. ó.