Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 5
S AMEININGIN 67 KIRKJUFÉLAGSMÁL Tíminn líður hratt fram og ber jafnan miklar breytingar í skauti sínu. Sextugasta og fimmta ársþing kirkjufélags vors er nú fyrir dyrum. Miklar eru þær breytingar sem orðið hafa á þessu langa tímabili. Ný kynslóð er nú að verki, en frumherjarnir flestir fallnir í val. Einangrunin sem þá ríkti meðal nýbyggjaranna er nú saga hins liðna tíma. Fátæktin sem þá amaði að flestum, er tæplega til í þeirri merkingu sem að þá átti sér stað. Aðstæður fólks vors eru með öllu ósambærilegar nú við það sem áður var. í ljósi alls þessa, er oss, hinni núlifandi kynslóð allmjög þarflegt að nema staðar, þar sem nú stöndum vér, og athuga í fylstu alvöru hversu stórt að æfintýrið var, sem að þeir er brautina ruddu lögðu út í, er þeir hófust til handa að tengja félagsbönd meðal nýkominna kristinna Islendinga í þessu mikla vestræna landi. Mikið var þar í ráðist. Aðkallandi voru verkefnin sem biðu þeirra. Mannlega talað voru þau ofurefli af hendi að leysa. Mann undrar hið mikla bjartsýni og áræði sem gagntók hugi og hjörtu frumleiðtogana, jafnt presta sem leikmanna. Alla kirkjulega starfsemi varð að skipuleggja og skapa að nýju, í nýju landi, undir áður óþekt- um kringumstæðum. En þessir frumherjar voru bæði styrk- ir og stórhuga í trú sinni á það, að málefni Jesú Krists og kirkju hans mætti með sigri frambera, þrátt fyrir yfirgnæf- andi örðugleika, er við augum blöstu, hvert sem að litið var. Þótt bændur enn byggju í lágreistum bjálkakofum, og verka- menn í borgum og þorpum ættu sér skjól í lágreistum “Shanties,” sáu þeir sýnir, dreymdi drauma um átök, verk sem framkvæmanleg væru, og Guð hefði falið þeim á hendur að gerast samverkamenn að, og framtíðin, “hin blessaða ókomna tíð,” mætti vitni um bera. — Með elsku til málefnis Jesú Krists og föstum áhuga var að verki gengið, mikið starf var og er enn af margra hálfu af hendi leyst. Jafnan voru framkvæmdir hindraðar af prestafæð og fátækt. efnaleysi, ekki síður en andlegri fátækt. Sorglegt þó þetta sé ber að játa það í fylstu hrein- skilni. Aldrei hefir félag vort í oflofi kafnað. Lengst af hefir það átt strangri baráttu að mæta; ekki eingöngu við

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.