Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 6
68 SAMEININGIN andstæð öfl, sökum ákveðinna trúarjátninga; en jafnramt hefir baráttan verið og það engu að síður við andlegt áhuga- leysi innan vorra eigin safnaða. Öldukast tímanna, stormar þess og straumar hafa brotnað á voru veika fleyji. Förin hefir stöðugt verið á móti straum, — og svo á það að vera, einkis er annars að vænta, í framsókn kristninnar kirkju, hvar helzt sem hún þráir að vera köllun sinni trú. — Frá þjóðernislegu sjónarmiði skoðað hefir kirkjufélag vort unnið fágætt verk—á fyrri árum og áratugum, og alt til þessa dags. Fáir eru þeir, hlutíallslega talað, sem hafa gefið þeirri starfshlið þess þá viðurkenningu sem verðugt er, og það á með öllum rétti. Og nú, þegar kröfur tímans hafa, hin síðari ár, þrengt oss til að starfrækja hlutverk vor jöfnum höndum á enksu máli sem íslenzku — til þess að gera tilraun til að mæta þörfum vors eigin fólks —- og halda því við feðrakirkju sína og trú, eru þó til vor á meða skammsýnir menn, sem telja félag vort að vera óvinveitt sannri þjóð- rækni, — skiljandi ekki það hversu langt að straumur tím- ans hefir nú borið oss áleiðis inn í þjóðlíf þeirra landa er vér byggjum og erum borgarar í. Margir þeirra virðast ekki skilja að ensk tunga er hin eina opna leið, einkum í borgum og bæjum til þess að ná til vors eigin unga og miðaldra fólks. Slíkt er heldur ekki óeðlilegt þar sem að um aðra og þriðju kynslóð íslenzks fólks er nú að ræða. Enn er ótalið hversu að fólk vort blandar nú blóði við hérlent fólk. Giftingarnar af hálfu fólks vors, við ensku mælandi hérlent fólk eru víða orðnar svo tíðar að vér höfum tekið að venjast þeim, og telja þær sjálfsagðar. — Ekki virðist sú tilraun vor, að nota málin bæði jöfnum höndum til þess að reyna að ná til vors eigin fólks þurfa afsökunar við, þótt sumstaðar liggi félag vort og sumir söfn- uðir þess, undir stöðugum ámælum og mæti óbilgjörnum dómum fyrir það. Vér þekkjum dæmi innan félags vors þar sem að söfnuðir hafa liðið lítt bætanlegt tjón, einmitt fyrir þá sök eina, hversu seint var hafist til handa að nota ensku jöfnum höndum og íslenzku í starfi safnaðarins. Áratugum saman mörkuðu ársþing félags vors spor í sögu Vestur-íslenzks fólks. Fyr á árum mun hafa mátt segja að þau væru eitt af stærri viðburðum ársins. Hver sá sem les um þau fyrri kirkjuþingin mun vart ósnertur verða við

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.