Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 15
SAMEININGIN 77 HALLGRÍMUR PÉTURSSON æfi hans og starf Eftir MAGNÚS JÓNSSON, PROFESSOR, DR, THEOL, (Útdráttur) Höf. bætir svo við: “Hann undrast öfgarnar sem hann horfir á alt umhverfis sig, örvæntingu eða oflátungs hátt, skriðdýra hátt eða hroka. Og hann sér betur og betur, að hér í þessu. jarðneskalífi er meðalhófið allra mannkosta rétt pláss. Þannig talar mik- ill spekingur, segir hann. Hjónaband og heimilislíf Hér getur höf. þess, hversu víðfrægt að hjónaband séra Hallgríms og Guðríðar Símonardóttir hefir orðið í sögnum og munnmælum er lifað hafa, og kynslóðir liðinnar tíðar hafa haldið á lofti og jafnan sennilega viðaukið. Fátt af þeim sögum telur hann þó að séu sögulega staðfestar. Hann telur Guðríði hafa fallið í hlut að standa við hlið þess manns, “sem vafalaust hefir verið erfiður í sambúð í þessu lífi fyrir konu, sem ekki lítilsvirti gæði þessa heims jafnt og hann, en þó hálfu verri í sambúðinni, eftir að þau voru bæði héðan af heimi gengin og' þjóðin fór að mála myndir sínar og gera sínar kröfur og ráðstafanir þessu óskabarni sínu til handa. Örlög slíkra kvenna mega heita vonlaus. Ef kona óskabarns- ins, dýrðlingsins, nær ekki markinu sem henni er sett — og hver nær því? — Þá er blaðinu snúið við og hún gerð að nokkurskonar baktjaldi við myndatökuna. Má þá nærri geta, að þetta baktjald verður að vera dökkt til þess að maðurinn njóti sín því betur.” — Höf. gerir ítarlega, en um leið sanngjarna tilraun — að birta sanna en öfgalausa mynd af Guðríði, eftir þeim sannanagögnum sem fyrir hendi eru. Hann telur víst að hún hafi hvorki verið heilög kona, en heldur ekki sú “fordæða, sem þjóðsagan hafi viljað gera hana.” Ber hann á borð vitnisburð þeirra fáu er varpa ljósi á Guðríði og sambúð hennar og séra Hallgríms. — Ýmsar sagnir um Guðríði, er hafa lifað manna á milli, kynslóð eftir kynslóð telur hann algerlega rangar og ósann- anlegar að vera, eins og t.d. það að hún hafi gengið af trúnni

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.