Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 14
76 SAMEININGIN Sálmarnir sem hann söng voru: “Ó þá náð að eiga Jesúm”, og “Nú legg ég augun aftur.” — lag eftir Sigvalda Kaldalóns tónskáld og hljómfræðing. Öllum hér þótti unun á að hlusta, því séra Eric er snillingur sem söngmaður, eins og alt hans fólk. Þar að auki vorusungnir 3 sálmar við mess- una, og tóku allir þátt í söngnum, sem sungið geta. Ræða séra Haraldar var hjartnæm og prýðilega flutt, með mikilli andagift og var hressandi og hugðnæm fyrir okkur gamla fólkið. Og þeim prestunum var þökkuð heimsóknin með handa- bandi, og einlægum hug. Sunnudaginn næsta á undan var messað í Dönsku kirkj- unni, á ensku máli, og prédikaði séra Eric þá hér í fyrsta sinni, en faðir hans framkvæmdi aðra messu siði og bæna- lestur og stjórnaði guðsþjónustunni. Að stólræðunni aflok- inni söng séra Eric 2 einsöngva á ensku, yndislega fallega: hvað orð og lag snerti, en Stefán Sölfason, hljómfræðingur okkar hér sagði mér að lagið við þennan einsöng væri samið af honum sjálfum, eða svo skildist mér. Stefán er organisti safnaðarins hér, og er hann góðum hæfileikum gæddur í sinni list, sem “píanóisti” og söng- stjóri. Við lok guðsþjónustunnar á Elliheimilinu “Höfn”, sem fyr var vikið að, mælti ég fáein þakklætisorð til allra gest- anna fyrir messuna og heimsóknina en þó sérstaklega til séra Erics, fyrir einsönginn og velvildina, að koma hingað til að, gleðja gamla fólkið hér, og þótti því ánægju- legt að sjá hann og heyra. Óskaði það honum alls góðs, af einlægri alúð og þakklæti. Ég var sá eini af vistfólkinu sem ávarpaði hann, og að endingu orða minna flutti ég honum frumort kvæði, er ég gaf báðum prestunum prentað eintak af. Talaðist svo til okkar í milli að ég bæði “Sameininguna” að birta það. Fel ég “Sameiningunni” kvæðið og þessa litlu umsögn um heimsóknina til birtingar. ÞÓRÐUR KR. KRISTJÁNSSON

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.