Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.01.1940, Blaðsíða 3
^ameininnin. Mánaðarrit til stuffnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. % Vestrheimi Ritstjórar: Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Rúnólfur Marteinsson, 49 3 Lipton St., Winnipeg. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. 55. ÁRG. WINNIPEG, JANÚAR, 1940 Nr. 1 Skuggar og geislar í lofti um áramótin Eftir séra Jóhann Bjarnason. Árið 1940 byrjar miður en skyldi. Sól Guðs, seni jafnan rennur upp yfir réttláta og rangláta, sendir geisla sína yfir jörð vora. En jörðin sjálf blóði drifin. Vonzka mannanna og villimenska æða fram og aftur. Fráfallnir einvaldar hlífa engu. Líf sjálfra þeirra er það eina, sem þeir meta nokkurs. Öll önnur mannalíf éru þeim einskis virði, nema til þess eins, að nota þau í þjónustu þeirrar helstefnu, sem þessir höfðingjar hafa aðhylst og eru að beita sér fyrir. Þrír vandræðamenn í Evrópu eru valdir að mestu hörmungunum þar. Einn þeirra byrjaði með því að ráðast á nærri varnarlausa svertingjaþjóð, er átti sérstæða menn- ing og kristna kirkju alla leið frá fornöld. Fólkið var brytjað niður. Þjóðhöfðingi þess, er bar keisaranafn, var rekinn frá völdum. Landið síðan gert að skattlandi, rétl eins og hinir heiðnu Rómverjar voru vanir að gera í forn- öld, þegar þeir unnu ný Iönd, og vegur þeirra var sem mestur og veldi þeirra stóð sem hæzt. Nokkuru síðar gengur þessi sami höfðingi aftur til verks og leggur þá undir sig smáríki hvítra manna. Sú herferð varð ekki eins blóðug sem hin fyrri, því konungur þess ríkis sá sér ekki fært að veita mótstöðu og flýði úr

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.