Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1940, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.01.1940, Qupperneq 5
3 mikil, að af samningum gal ekki orðið. Voru þó Finnar svo eftirgefanlegir, að þeir vildu nærri alt til vinna að halda friði, alt nema að glata sjálfstæði sínu. Stalin hugðist hafa ráð þeirra i hendi sér. Vildu Finnar ekki ganga að þeim skilmálum sem hann setti, skyldu þeir fá sömu litreið sem Pólland hjá Hitler. í þessu stappi gekk um nokkurntíma. Var búist við að tilraun til að semja yrði hafin á ný. úr því varð þó ekki. Stalin vildi heldur skamta sér réttinn sjálfur. Að dæmi Hitlers sendi hann afarmikinn her inn i Finnland, með nýjasta útbúnaði á sjó og landi, auk flota af loftskipum með sprengjum þeim hinum öflugustu er nú þekkjast. Átti Finnland að vera gereyðilagt á fáum dögum. Fregnin um þetta illmannlega tiltæki Stalins barst um heim allan á svipstundu. Vakti atburðurinn feikna athygli meðal allra hugsandi manna. óttuðust menn að grimd harð- stjórans og hinn mikli herbúnaður hans og mannafli mundu skjótlega gera út af við hina smáu þjóð. Þetta fór þó nokkuð á annan veg. Vörn Finna og hreysti er heimsfræg orðin. Hal'a þeir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Mannfall Rússa ógurlegt, að því er hlöð herma. Þó er ekki búist við að þessi frækilega vörn Finna eigi sér langan aldur, nema þeim komi mikil hjálp utan að. Sú liðveizla er byrjuð. Allmikill hópur sjáll'boða, frá ýmsum löndum, er kominn til liðs við þá. Þar að auki mikið af herbúnaði og von á meiru.— Eftirtektavert er það í þessu sambandi, að Finnar eiga eina fjóra afbragðs hershöfðingja, er sumir hafa lært hjá Þjóðverjum, aðrir hjá Frökkum. Aftur hefir Stalin verið smátt og smátt að láta skjóta sína hershöfðingja, þar til fáir eru el'tir. Hermálum nú stýrt af lítt reyndum for- ingjum. Tortryggni harðstjórans hefir mest lagst á móti hinum meiriháttar mönnum, bæði hershöfðingjum og öðr- um, og hafa blóðböðin og aftökurnar sópað þeim burtu hópum saman. Þannig er þá ásigkomulagið í heiminum í byrjun árs 1940. Tvö grimmileg stríð í Evrópu, auk styrjaldarinnar miklu í Austurálfu. Þar að auki feikna hörmungar í lönd- um Tyrkja, af völdum ógurlegra jarðskjálfta, sem þar hal'a gengið. Við þetta má svo bæta óvenjulega tíðum slysförum, á sjó og landi, auk flugslysanna, sem enn taka líl' fjölda manna. Þrátt fvrir alla þessa ljótu skugga á lol'ti, í byrjun

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.