Sameiningin - 01.01.1940, Side 6
4
þessa árs, er þó spursmál hvort útlitið í heiminum er ekki
ögn skárra en var fyrir ári síðan. Þá létu þeir Hitler og
Mussolini hið dólgslegasta. Stóð öllum heimi stuggur af
afli því, er þeir þóttust þá ráða yfir. Nú er Mussolini
sagður að vera að tapa áliti og fylgi heima fyrir. bæði sök-
um sambands hans við Hitler og eins af áhrifum páfans
nýja, Píusar XII., sein mun vera slingur stjórnmálamaður,
auk þess sem hann er höfuð hinnar voldugu rómversku
kirkju. Aftur hefir Ilitler minkað í áliti meðal þeirra, sem
mikið eiga undir sér á Þýzkalandi, sökum bandalags hans
við Stalin og rauðliða hans i Rússlandi. Munu Þjóðverjar
yfirleitt hafa illan grun á því samfélagi. Þá hefir og Stalin
fallið niður fyrir alt í áliti allra siðaðra manna, fyrir frum-
hlaup hans á hendur Finnum. Rússar fyrir það gerðir
rækir úr Þjóðbandalaginu. Þeir fyrsta þjóðin að hljóta þá
háðung. Ofan á þetta hefir bæzt vesalmannleg hermenska
þeirra í Finnlandi. Ótti jijóðanna við afl og veldi Rússa
hefir stórum minkað. Þá hefir og Hitler tapað á því að
koma sér í hálfgert rifrildi við tvö ríki í Suður-Ameríku,
í sambandi við ófarir Þjóðverja i sjóorustu við Breta í því
nágrenni. Var áður að gera miklar tilraunir að ná þar vin-
sældum og ítökum um leið. Á hinn bóginn eru Bretar og
Frakkar að koma upp hjá sér þeim óskapa herbúnaði, að
slíkur hefir aldrei áður sézt í allri sögu heims. Þegar svo
óhappamennirnir, sem friðinn rufu, eru oltnir af stóli, og
friður verður saminn á ný, þá mun það vera sterklega i
hugum hinna beztu manna, að samningar verði svo sann-
gjarnir, að friður verði trygður um langan aldur.—
Að því er ísland snertir má segja, að bæði land og þjóð
fari inn til nýja ársins með feikna mikla og ágæta auglýs-
ingu, sökum stórmerkilegrar þátttöku í veraldarsýningunni
í New York síðastliðið sumar. Mun það gleðja alla góða
fslendinga, bæði heima á ættjörðunni og í útlöndum. Þá
má og telja það framfaraspor þar heima fyrir, að landið
hefir fengið þjóðstjórn, i stað flokksstjórnar, sem er miður
hentugt fyrirkomulag í smáu þjóðfélagi og hefir ýmsa ó-
kosti. Ennfremur má geta þess að nýr biskup hefir tekið
þar við hirðisstarfi hinnar íslenzku þjóðkirkju. Mörgum
hér vestra kom þó óvart kosning hans, er stafað mun hafa
af nokkurum ókunnugleika, enda varð atkvæðamunur
milli hans og þess manns, er flestir hér bjuggust við að yrði
fyrir valinu, sára lítill. Hitt var manni þó nokuð kunnugt,
að herra Sigurgeir Sigurðsson er mætur maður og er afar-