Sameiningin - 01.01.1940, Síða 9
7
nefndar). Verður hans ætíð minst sem einarðs og atkvæða-
mikils kennimanns og kirkjuleiðtoga. Hann var hvort-
tveggja í senn íslenzkur með afbrigðum, en þó heill og ó-
skiftur Ameríkummaður. Glögt dæmi var hann þess hve
auðveldlega íslendingar yfirleitt hafa fallið inn í hérlent
þjóðlíf. Þeir hafa orðið Amerikumenn á svipstundu, og
hin íslenzku einkenni þeirra og arl'ur hafa svo fallið í far-
veg hins ameríska. Þannig er það rétt lýsing þeirra að þeir
eru Ameríkumenn af íslenzkri ætt og uppruna, en ekki ís-
lendingar búsettir í Ameríku. Þessi skilgreining hefir þýð-
ingu fyrir afstöðu vora og áhrif hér. — Séra Jóhann var
Ijóst vitni þess að þeir eru ekki síðri Canadamenn eða
Bandaríkjamenn, sem sýna sóma íslenzkum einkennum og
arfi og láta það falla inn í heilsteypt amerískt líf. Hann
var áhugamikill og ákveðinn kirkjumaður, en um leið og
vegna þess áhugamaður einnig um alt er snerti sanna menn-
ingu og mannlega velferð. Hann skilur eftir auðan sess,
er ekki verður auðveldlega skipaður.
Jarðarförin fór fram miðvikudaginn 24. janúar. Fyrst
var húskveðja á heimilinu í Selkirk, flutt al' séra Valdimar
J. Eylands kl. 10:30 f. h. Þarnæst var athöfn í kirkju
Selkirk safnaðar. Tóku í henni þátt þeir séra Valdimar, séra
Egill H. Fáfnis, séra H. Sigmar og séra K. K. ólafsson, er
flutti líkræðuna. Enskur prestur talaði fyrir hönd presta-
félags Selkirk bæjar. Söngflokkur safnaðarins jók mikið
á hátíðleik athafnarinnar. Fjölmenni var viðstatt úr Sel-
kirk, Winnipeg og víðar að. — Hélt svo líkl'ylgdin til Gimli.
Var þar fyrir fjölmenni mikið úr öllum bygðum Nýja is-
lands. í athöfninni í kirkjunni þar tóku þátt þeir séra H.
Sigmar, séra S. S. Christophersson, séra Carl J. Olson, séra
K. K. Ólafson og séra Sigurður Ólafsson, er flutti líkræðu.
Þar einnig lagði söngflokkur safnaðarins til mikilvægan
skerl' til hinnar áhrifamiklu athafnar. Greftrunin fór fram
í grafreit Gimli safnaðar. Veitti séra Sigurður Ólafsson þar
hina síðustu þjónustu með aðstoð séra Egils H. Fáfnis.
Sameiningin tjáir frú Helgu ekkju séra Jóhanns, er svo
vel og lengi hafði staðið með honum í starfinu, börnum
þeirra og sifjaliði öllu, hjartfólgnustu hluttekningu i þeirra
þungu og óvæntu sorg.