Sameiningin - 01.01.1940, Qupperneq 15
13
Safnaðarfundur
Fyrsti lúterski söfnuður í YVinnipeg hélt ársfund sinn
5. dag desembermánaðar síðastl. Skýrslur allar sýndu á-
stand safnaðarins í góðu ásigkomulagi. Auk þeirrar skil-
greiningar, varð það aðalmál fundarins að ræða um inn-
göngu í kirkjufélagasambandið mikla, United Lutheran
Church in America. Lesendur “Sameiningarinnar” vita
óefað allir, að því máli var hreyft á síðasta kirkjuþingi og
þar samþykt að leggja hugmyndina undir úrskurð safnað-
anna. Á þessum fundi gjörði Mr. Bjerring uppástungu um
það að mæla með inngöngunni. Málið var all ítarlega rætt.
Tóku til máls, auk uppástungumanns, Dr. B. J. Brandson,
Hjálmar Bergman, Jónas T. Jónasson og fleiri. Dr. Brandson
mælti eindregið með tillögunni, hinir á móti. Mr. Berg-
man mintist þess, að hann hefði fyrir nokkrum árum tekið
allmikinn þátt í að kveða þessa hugmynd niður; en hann
kannaðist við, að Kirkjufélagið hel'ði staðið við orð sín að
hreyfa ekki þessu máli í 5 ár. Hann sagði ennfremur að
hann myndi beygja sig undir vilja meiri hlutans í þessu
máli hver sem hann væri. Framkoma hans öll þar að lút-
andi var hin drengilegasta.
Á þessum fundi var samþykt að fresta atkvæðagreiðslu
til áframhalds af þessum fundi, sem ákveðinn var um
miðjan janúar-mánuð. Hann var svo haldinn þriðjudag-
inn 16. janúar. Eg hygg, að þann fund megi nefna fyrir-
myndar-safnaðarfund. Það var stjórnarnefndinni til sóma,
hvað vel fundurinn var undirbúinn. Samkvæmt ráðstöfun
hennar flutti Faul borgarráðsmaður Bardal vandað erindi
um ástand og horfur kirkjufélags vors. Hann sýndi glögg-
lega hvernig þær ástæður sönnuðu viturleik þess að tengjasl
félagsböndum við United Lutheran Church. Þar var alt
hóflega mælt og með sanngirni.
Þessu næst flutti Mr. S. W. Melsted fróðlegt erindi um
starfssvið United Lutheran Church. Hafði hann samið
það að mestu eftir síðustu gjörðabók félagsins og samið af
hreinustu snild. Þar var að finna ljósa skýring á öllu
því helzta sem félagsskapurinn er að starfa. Alt erindið
hafði verið fjölritað í skrifstofu Mr. G. F. Jónassonar, for-
seta safnaðarins, og fékk hver fundarmanna eitt eintak, svo
menn gátu fvlgst með á blaðinu, þegar þetta var lesið.