Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 4
34
setnr sig inn í ástæður og metur viðhorf, án þess að afsala
sér þeirri skyldu að dæma eftir bezta viti og með hógværð
um það, sem sögunni tilheyrir. Aðeins þannig eflist heil-
brigð dómgreind fyrir nútíð og framtíð.
Erfiðleikinn að laga sig eftir öðrum og taka tillit til
þeirra viðhorfs er mjög áberandi í sögu vorri lengst af.
Menn fjarlægðust oft hver annan og kirkjuleg samtök, ekki
vegna þess endilega að svo mikið bæri á milli, heldur vegna
þess að mönnum gekk illa að þola hver öðrum sjálfstæði.
Það kom fyrir að tvennir söfnuðir voru myndaðir í sama
bygðarlagi, þó enginn ágreiningur væri trúarlega. Kirkjur
urðu stundum þéttari en þörf var á sökum vegalengdar,
vegna þess að mönnum gekk illa að semja um hvar sam-
eiginleg kirkja ætti að standa. Ef sitt sýndist hvorum á
safnaðarfundi, var títt að styrkja sinn málstað með því að
hóta að ganga úr söfnuði ef ekki væri farið að ráði hlulað-
eiganda. Umræður vildu þrál'aldlega verða að deilum, og
þá vill það oft mestu ráða að láta ekki sinn hlut. Mönnum
var römm alvara, en þeim hafði ekki lærst að þörf er á
öðru fremur en óbilgirni ef félagsleg samtök eiga að hepnast.
Þetta leiddi til óþarfra klofninga og sundurlyndis, sem
gjarnan höfðu það í för með sér að menn ímynduðu sig
fjær hver öðrum en raun var á. Stundum er sagan sögð
þannig af þeim, sem litla samhygð eiga með kirkjunni, að
það hafi verið af einskæru viti þegar ýmsir fjarlægðust
kirkjulegan félagsskap, þó sannsöguleg meðferð efnisins
sýni oft að mjög persónulegar ástæður hafi ráðið mestu.
Dæmi eru til þess að stórlyndir og mikilhæfir menn reidd-
ust prestinum eða einhverjum fyrirliða út af því, sem ekki
kom við trú eða kenningu, og voru upp frá því fyrir utan
kirkju og andvígir með alt sitt skyldulið. Eða þeir urðu
undir í sambandi við tilhögun safnaðarstarfs og snerust
þess vegna á móti. Málefnið þráfaldlega verið látið gjalda
manna. Eru slík dæmi greinilegur vottur um óþroskaða
félagslega afstöðu. Saga vor verður ekki rétt metin nema
þetta sé tekið til greina.
Að kirkjan þroskaðist og óx merkilega fljótt, þrátt
fyrir þetta, er vottur eflaust bæði um guðlegt frjómagn
þess erindis er hún fer með, og að viturlega og vel hafi
verið ráðið fram úr mörgu. Hin jákvæða þroskasaga hefir
svo oft og vel verið sögð, að hér gerist ekki þörf að hún sé
endurtekin. Það er ekki að draga fjöður yl'ir gildi hennar
að benda á að hún gefur ekki tilefni til blindrar dýrkunar