Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 11
41 tökum timn iil og leggjum rækt við okkar sameiginlegu prestafundi, til þess að ræða þar okkar mörgu vanda- og áhugamál og hugðarefni. Prestafundir okkar eru venju- lega einu sinni á ári, en einhver örlög eru þess valdandi að þeir eru ekki sóttir að jafnaði eins vel og skyldi. Fleira en fjarlægðir, sem þó eru ærnar, eru þessu valdandi, — enda hafa þar að jafnaði verið þeir prestanna, er lengst áttu að sækja og mestu urðu til að kosta. En það verður að segjast, að alt of lítill áhugi hefir í hópi okkar fyrir fundum þessum verið, þó að allar annir séu teknar til greina, samfara kostnaði sem ferðir til slíkra funda eru valdandi. Þetta þurfum við prestarnir að athuga og úr að hæta. Því færri sem við erum, þess meiri er þörfin á sam- eiginlegum fundum og fræðslu og kynningu — og styrk, er við getum veitt og orðið aðnjótandi liverir hjá öðrum. Helzt ættu fundir okkar að vera tvisvar á ári hverju, og itrasta rækt við það lögð að þeir væru eins vel undirbúnir eins og tök eru til og alúð við lögð af okkar hálfu að sækja þá og sitja. Hið innra samband vort styrkist og blessast á þessum samfundum. Eg hefi ávalt farið styrkari maður öruggari og glaðari heimleiðis til starfa í stóru og afskektu prestakalli. Hin síðari ár hafa þeir, er fylgjast með því, er á íslandi gerist, séð þess getið í ,‘Kirkjuritinu” og í íslenzkum blöð- um heiman að, hve ágætlega starfandi að Prestafélag Vest- fjarða er. Félagið hefir nú síðan 1929 gefið út merkilegt og vandað rit, sem heitir “Lindin”; er það uppbyggilegt og örfandi í andlegri merkingu öllu kristnu fólki, og flvtur ágætt og breytilegt lesmál, og valin Ijóð og sálma. Aðallega eru það prestar Vestfjarðadeildarinnar, sem í það rita, en einnig leikmenn úr þeim hluta lands. Ritið er beinn ávöxt- ur af nánu og trúarlegu samfélagi Vestfjarða-prestanna, einangraðasta hluta fslands, þar sem að samgöngur allar eru með afbrigðum torveldar, einkum á landi, yfir stærstu heiðar og ægilegustu fjallvegi að fara á öllu svæðinu. Meðlimir þess munu nú 12—15 að tölu. Starfssvæði félags- ins nær frá Patreksfirði að sunnan, til Staðar í Steingríms- firði að norðan. Svæðið innilykur því sjálfar Hornstrandir og afskektustu presta landsins svo sem prestana á Stað i Grunnavík, Stað i Aðalvík, Árnesi á Ströndum m. fl.— Tel eg nú þenna félagsskap, ásamt hinu ágæta riti er lauslega hefir verið á rninst sláandi dæmi þess er gera má, ef vilji og áhugi eru að verki. Lif og sál í þessum félagsskap

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.