Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 17
47 kunna að nefna, er oss sé ætlað að verða hólpnir í” (Post.s. 4:11, 12). Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem er lagður, sem er Jesús Kristur (1. Kor. 3:11). Jesús ritaði lögmál sitt í hjörtu nokkurra manna, og lærisveinar hans halda enn áfram að vitna um hann. Hjörtu manna hafa á öllum öldum ljómað af fögnuði yfir því að l'inna hann, veginn, sannleikann og lífið. Og dásemdar- hnossið, sem þeir hafa með þessu eignast, hafá þeir leitast við að flytja öðrum. Sérhver kristinn maður er trúboði og sérhver kristinn söfnuður er trúböðssöfnuður. Þegar kristindómurinn hefir verið bezt lifandi hefir einnig verið mest um trúboð. Jesús hefir sjálfur lýst þessum anda með dæmisögunni um perluna, sem kaupmaður keypti, þótt til þess að eignast hana, þyrfti hann að selja allar eigur sínar. Ivristindómurinn hefir að minsta kosti stundum verið mönnunum svo dýrmæt perla, að þeir óðu heldur á móti organdi villidýrum til þess að verða tættir í sundur en að missa af henni. Engin skelfing á jörðu gat jafnast á við það að svíkja meistara sinn. Á þriðju öld var biskup í Smyrna í Litlu-Asíu, sem hét Polýkarp. Þegar hann var orðinn háaldraður maður gekk yfir kristna menn þar um slóðir grimmileg ofsókn. Að því kom að einnig Polýkarp var leiddur fyrir rómversku yfirvöldin. Sagt er að einn rómverski valdsmaðurinn þar ásamt víst mörgum öðrum, hafi kent í brjósti um hinn æruverða öldung og viljað bjarga honum. Reynt var á allar lundir að koma honum til að afneita trú sinni, meðal annars að fá hann til að formæla Kristi. Svar hans var: “í 86 ár hefi eg þjónað honum, og hann aldrei gjört mér annað en gott. Hvernig ætti eg þá að formæla honum, kon- ungi mínum og frelsara?” Þá var tekið að ógna honum með ýmsu, en alt kom fyrir ekkert. Að lyktum var afráðið að brenna hann, og bálið Kynt að vörmu spori. Polýkarp steig rólegur á bálið, vegsamaði Guð og bað fyrir sér. Eld- urinn logaði seint eins og hann forðaðist líkama hans. Þá rak böðullinn hann í gegn með sverði og var líkið síðan brent. Þetta var andi frum-kristninnar. Það voru óteljandi dæmi svipuð þessu. Þetta vald hafði Kristur yfir mönnum þá. Menn aðgæti vel að þetta var ekki vald kúgunar heldur eingöngu vald hins eilífa kærleika. Merkilegt er að veita því eftirtekt, að meðan kirkjan varð að sæta hinum grimmi-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.