Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 7
37 lífsstarf manna eins og Hallgríms Péturssonar, skáldsins, sem “svo vel söng að sólin skein í gegnum dauðans göng,” Jóns Vídalíns, Valdimars Briem, og margra annara? Alt það, sem bezt hefir verið sungið og talað af mestu andans mönnum ótal þjóða, er hégómi einn, reynist það satt, sem ýmsir halda fram, að æfisaga Krists hafi endað um hádegis- bil á föstudaginn langa, og að hann komi ekki eftir það við sögur. 2. . . ónýt er þá líka trú yðar,” bætir postulinn við. Hann er hér að tala til smásafnaðar, sem í margvíslegu mótlæti hafði tileinkað sér lífsviðhorf hinnar kristnu trúar. Ef Kristur er ekki upprisinn, segir hann við þá “þá er trú ykkar ónýt.” Hið sama má segja um trú kristinna manna um allan heim. Kjarni kristindómsins er enginn annar en upprisutrúin. Ef kenningin um upprisu Krists er sönn, ])á eru líka öll önnur atriði kristindómsins sönn. Reynist hún tál, eru líka öll önnur atriði kristindómsins tál og blekking. Hinir gáfuðustu meðal vantrúarpostula nútímans hafa fyrir löngu komið auga á þetta. Einn þeirra segir nýlega: “Það er ekki til neins að vera að eyða tíma í að tala um kraftaverk Jesú, svo sem lækningu sjúlcra, lífgun dauðra, útdeilingu brauðsins til þúsundanna morgu, eða göngu hans á vatninu. Aðal spursmálið er þetta: Reis Kristur upp frá dauðum á þann hátt sem ritningin greinir? Haí'i hann gert það, eru öll hin kraftaverkin auðveld við- fangs. Hafi hann ekki gert það, er óþarfi að tala um þau frekar.” 3. “. . . þér eruð þá enn í syndum yðar—” Þetta er seinasti og litríkasti þátturinn í heimsmynd postulans, sé hún sneidd upprisutrúnni. Neitum við upprisutrúnni, neit- um við um leið sannleiksgildi hinnar kristnu trúar, gerum að engu hjálpræðisvon mannanna, og virðum að vettugi boðskapinn um persónulega fyrirgefningu syndanna. En um leið og við gerum það, opnum við allar flóðlokur ástríðulífsins, og setjum því engin takmörk lengur. Sé kristindómurinn eyðilagður með afneitun upprisunnar frá dauðum, og kenningarinnar um framhald Hfsins út yfir gröf og dauða, hverfur mönnum um leið öll hvöt til helgun- ar í líferni, og þá verður heimspeki Epikuriusar hins gríska sú eina eðlilega: “Látum oss borða og drekka og vera glaðir í dag, því að á morgun deyjum vér.” Eða hvað annað getum við bent á er geti tekið að sér hlutverk krist- innar triiar lil að hvetja menn til dygðugs lífernis, sjálfum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.