Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 14
44
“Sigurhetjan, Jesús minn.”
Er eg verð hafinn frá jörðu mun eg
draga alla iil mín. (Jóh. 12:13).
í sönnustum skilningi var Jesús ávalt sigurvegari: hann
glataði aldrei því góða; en fyrir skilningi manna verður
þetta sérstaklega augljóst á páskunum. Þegar hann var
negldur á krossinn mistu margir vina hans móðinn og héldu
hann marinn sundur til eyðileggingar; en í upprisunni
ljómar sigurvegarinn í guðlegum skrúða. Páskar fela í
sér tVent: sigur og líf. Þetta tvent sameinast í eitt hugtak:
sigur lífsins.
í einkunnarorðunum hér að ofan er sigur opinberaður.
Jesús staðhæfir sigur fyrir málefni sitt, og orðin, sem hann
notar eru afar sterk. Þau eru töluð í sömu vikunni sem
hann var krossfestur, og, þegar hann segir þau, er hann
beint að hugsa um krossfestinguna. “Þegar eg verð harfinn
frá jörðu,” segir hann. Guðspjallamaðurinn tekur það
fram, að með þessum orðum hafi hann verið að gefa til
kynna með hvaða dauðdaga hann myndi deyja. En brenni-
punkturinn i þessu versi eru orðin: “mun eg draga alla til
mín.” Hvernig sem menn skilja orðið “alla”, hvort heldur
er átt við alla, sem trúa, eða alla á jörðunni, er það ótví-
rætt, að hér er verið að lýsa aðdráttarafli frábærlega sterku,
Iíklegast aðdráttarafli, sem sterkara er en alt annað á jörðu.
Og þetta segir Jesris þegar hann er rétt kominn að því að
ganga út í krossdauðann. Mannlegt hyggjuvit hlýtur að
segja: hér er eitthvað óvanalegt, eða ólíklegt, eða óskiljan-
legt á ferðum.
Ekki var um þær mundir vænlegt með uppfylling
þessara orða. Lærisveinar hans voru fáir og áhrifalitlir
menn í mannfélaginu. Aðfaranótt föstudagsins í þessari
viku sveik féhirðir lærisveinahópsins meistara sinn í hendur
óvinum hans fyrir 30 silfurpeninga. Skömmu síðar, sömu
nóttina, varð djarfasti og atkvæðamesti lærisveinninn
hræddur við vinnukonu og sór þess dýran eið að hann ekki
einu sinni þekti Jesúm, svo var það hættulegt j)á að veita
honum hið minsta lið. Nærri allir hinna lærisveinanna
flýðu. óvinirnir hrósuðu happi. Oft höfðu þeir áður
verið i vandræðum með hann. Hann virtist hafa einhvern
undramátt, sem þeir ekki skildu. Nú var hann á þeirra