Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 12
42
mun séra Sigurgeir Sigurðsson, fyr prestur á ísafirði, nú
biskup íslands verið hafa, en einn hefir hann ekki getað
áorkað slíku, en hefir átt samhug og framréttar hendur
prestanna á Vestfjörðum, ella myndi árangurinn ekki jafn
glæsilegur orðið hafa. Mér virðist þetta dæmi bræðra, ís-
lenzku prestanna á þessum afskektasta og um margt ægi-
legasta hluta íslands, talandi vottur þess er gera iná, og
sláandi dæmi til vor stilað, er berjumst við marga og ótví-
ræða erfiðleika í hinni mildu dreifingu þessa meginlands
um að hefjast handa, og talca tíma til þess þrátt fyrir allar
annir og örðugleika, að hlynna að vorum eigin innri og
andlegu tengslum hverir við aðra, sem starfs- og félags-
bræðraheild til sigurs vorum sameiginlegu áhugamálum
Guði til dýrðar. Við erum að vísu fáir að tölunni til, ein-
angraðir og önnum hlaðnir, en mikið má í þessu efni, sem
í öllum öðrum, ef vel vill.
Krossinn
Eftir séra Sigurð C. Christopherson.
Eg vil verða við tilmælum eldri konu, að geta um at-
burð, sem henni bar fyrir sjónir á liðnu ári. Kona þessi er
kunn að öllu góðu, og nýtur almennrar virðingar; skýr er
hún með afbrigðum, og hefir ekki farið á mis við reynslu-
eld mannlegs lífs. Hefir trúin reynst henni óbrigðult at-
hvarf í raunum hennar. Vil eg sem næst fylgja orðum
hennar:
Það var á föstudaginn langa að morgninum, að eg lá
vakandi í rúmi mínu; varð mér litið á vegginn á móti; þótt-
ist eg þá sjá grá-rauðan skýhnoðra, sem virtist standa út
úr veggnum og hylja vegginn að nokkru. Alt í einu opnað-
ist skýið í miðju, og sást partur af krossi, sem virtist laus
við þilið; mannshönd eða armleggur virtist hvíla við aðra
þverálmu krossins. Krossinn sást fremur óskýrt vegna blá-
dökkrar móðu, sem grúfði umhverfis hann. Svo hvarf
sýnin.
Morguninn eftir birtist sýning aftur á líkan liátt, en
nú var mannshöndin horfin, en aftur sást krossinn skýrt;
virtist hann gerður úr grófum og' upplituðuin við, sem
hefði legið lengi í vatni; með það sama var sýnin horfin.
Á páskadagsmorguninn var mér litið á vegginn, Jiegar
eg opnaði augun, en nú.sáust engin nýbrigði fyrst í stað.