Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 3
^anu'hungin. Mánadarrit til stuð'nings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimx Ritstjórar: £?éra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Rúnólfur Marteinsson, 493 Lipton St., Winnipeg. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. 55. ÁRG. WINNIPEG, MARZ, 1940 Nr. 3 Kirkjufélagið—fortíð þess, nútíð og framtíð (Erindi flutt á kirkjuþingi í Mikley 1939). Réttilega hefir saga frumbyggja vorra og landnáms þeirra verið umvafið ljóma í endurminningunni. Þeir unnu það þrekvirki og sýndu þá dáð, sem ber að meta en ekki að rýra. Það skýrir þá algengu hneigð að dýrka fortíðina i sögu vorri. í kirkjulegu tilliti hefir horið á því að líta til haka til nokkurs konar gullaldar hinna fyrri ára, svipað og íslenzka þjóðin hefir oft larið með söguöldina. Þetta hefir margt til síns ágætis. Nútíð og framtíð þarfnast þess að kunna að meta og skilja liðna sögu. En sagan þarf að vera metin með dómgreind, ef það á að vera til heilbrigðrar leiðbeiningar. Það væri fásinna að draga úr þeirri hetju- lund og þeim fórnaranda, sem einkendi upphafsár kirkju- sögu vorrar. Það var verulegt Grettistak að koma á stofn frjálsri kirkjustarfsemi þegar á öllu þurfti að halda til að afla sér þess brauðs, sem eyðist. í þá daga voru risar á jörðinni. Af athöfnum þeirra mun lýsa meðan sagan ekki fyrnist. Engu að síður væri það blindni að loka augum fyrir því að jafnvel óeigingjarnir og fórnfúsir menn, sem mikla yfirburði hafa, fara ekki ætíð viturlega að. Vér þörfnumst í meðferð sögunnar þeirrar samhygðar, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.