Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 10
40 rækt væri af okkar hálfu við þá lögð, og þeir ættu æðra sæti í hugum okkar, en nú virðist að vera. Maður freistast til þess að horfa til haka, þó að allur samanburður sé jafnan varhugaverður. Engum þeim, er ti! baka horfir til áranna stuttu eftir f890, og um nokkurt skeið fram eftir þessari öld fær dulist, að þá var prestahóp- urinn fámennur, ekki síður en nú, að þá var litbreiðslu- tímabil í kirkjufélagi voru, og annir kölluðu hvarvetna að, í félagslegri merkingu og i þarfir félagsheildarinnar. Ofan á allar annir presta hlóðust á þá erfið og æ^gileg ferðalög, tímafrek og seinfarin, að hætti fyrri tíma, undir alt öðrum kringumstæðum en nú þekkjast, eða eiga sér stað. Ein- angrunin var tilfinnanlegri; all geklc “seint og fast ineð tímans göngulagi.” Þó er það ljóst að einmitt þá, áttu prestar félags vors í því sem að kalla mætti bókmentaleg stórræði. Samein- ingin var þá miklu stærra rit en nú í síðari tið, prestar lögðu þá til hennar utan ritstjóra, miklu meira en átt hefir sér stað, í síðari tíð. En aulc hennar gaf félagið út áruin saman ritið “Aldamót,” mjög svo merkilegt rit, áhrifarikt og hrautryðjandi, er átti ekki svo lítinn þátt í nýrri dag- renningu íslenzks kirkjulífs á ættjörðinni, eins og hver sá sannfærist um, er les og kynnist tímaritum og1 blöðum þess tímabits, Samtímis þessu gaf séra Björn B. Jónsson út, ásamt öðrum, bæði “Kennarann” og “Vínland; síðar gaf séra N. S. Thorlálisson út ‘Tramtíðina,” merkilegl æsku- l)lað, og séra F. J. Bergmann hið vandaða rit “Breiðablik.” Ytri straumhvörf og breytt örlög ísl. bóka hér vestra eru þess valdandi að þessi rit, er nefnd hafa verið, eru nú horfin; sömu örlög valda því að Sameiningin er nú stórum minni en áður var. Þó mun oft skorta efni og ritgerðir til að fylla hana og fellur sú sök að dyrum okkar prestanna. Á sá er þessar línur ritar sinn stóra hlut að þeirri van- rækslu, og finnur oft til þess. En þessi vanræksla má ekki svo búin standa, og við prestar þurfum úr að bæta, og betur að gera, ef ritið á að hafa þau áhrif, sem því er ætlað að hafa; ritstjórar þess tveir eru í allmikilli fjarlægð, sá ritstjóri, sem húsettur er í Winnipeg svo störfum hlað- inn að fár mun svo frekar vera, og ekki sanngjarnt eða heilbrigt að aðrir leggi þar ekki hönd til hjálpar, eftir því sem að auðið er. Eg hefi þegar með einu orði viltið að þeirri lífsnauðsyn sem að á því er, í okkar fámenna hópi, að við prestar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.