Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 15
45 valdi. Nú voru þeir ekki í neinum val'a hvað yrði úr öllum prédikunum og staðhæfingum hans. Þær yrðu víst ekki lengi að gleymast og glatast. Líkami hans hangir á kross- inum. Lofið honum að kveljast þar það sem hann á eftir ólifað. Það eru makleg málagjöld fyrir allar villukenning- ar hans. Þannig hugsuðu þeir. Örfáar konur héldu enn trygð við hann, komu jafnvel að krossinum, en annars má segja, að hann hafi verið yfir- gefinn af öllum. Menn drógust ekki að honum þá; þeir hræddust hann. Síðan orðin þessi voru töluð, eru liðin meir en 1900 ár. Hvernig fór um uppfylling þeirra? Hver varð reyndin? Hnigu þau máttlaus til jarðar? Voru þau dauðadæmd þegar þau voru töluð? Það viljum vér athuga. Fvrst ber að athuga, að krossinn sjálfur er sigur, sigur guðdómlegrar hugsunar og trúmensku. Engin Lórelei seiddi Jesúm til sín með töfrandi söng sinum, og engir böðlar gátu hrætt hann til að vera ótrúr himneskri köllun sinni. Hann var trúr himneskum föður sínum þrátt fyrir alt, sem seiddi og hræddi. Hver sem það gjörir er sigurvegari þótt hann væri marinn sundur eins og ormur. Við getum öll kropið við krossinn og með sanni sagt: “Sigurhetjan, Jesú minn.” Jesús er þar ljós heimsins, þó mannkynið vissi það ekki þá. Einmitt á krossinum er þvi Jesús hafinn til sigurdýrðar. En með því er alls ekki sagt að mennirnir myndu nokkurntíma kannast við þennan sannleika. Svo að segja í upphafi Jóhannesar guðspjalls stendur um Jesúm: “Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið hefir ekki tekið á móti því,” og' síðar: “Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki við honum.” Var það þá tilfellið, að það liti illa út með uppfylling orðanna? Ekki er því að neita, að frá sjónarmiði manna voru það dimmar, vonlitlar stundir, sem liðu frá föstudeg- inum langa til næsta sunnudagsmorguns. Með páskunum taka orðin að rætast, eftir því sem menninir fá vitað. Þann dag sjá konur engil sem boðar þeim Jesúm upprisinn, tveir lærisveinarnir koma að gröf- inni og sjá að likami Jesú er horfinn, Marja Magðalena sér hann og talar við hann skamt frá grafhvelfingunni, og Jesús sjálfur slæst í fylgd með lærisveinunum tveimur, sem voru á leið til Emmaus. Er hann brýtur brauðið með þeim það kvöld þekkja þeir hann.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.