Sameiningin - 01.03.1940, Blaðsíða 18
48
legustu ofsóknum var kærleikurinn til Jesú Krists sterkast-
ur. Vissulega hal'ði Kristur dregið til sín þá, sem gengu
með djörfung móti óargadýrum og eldi.
Sárasta reynslan, sem gengið hefir yfir kristna kirkju
er ekki bál-vargar heldur vellíðan. Það varð því miður
reynslan þegar Konstantínus, rómverski keisarinn, á fjórðu
öld, hóf kristindóminn í valdasæti í Rómaríki. Að ganga
mót eldi var hræðilegt, en að ganga með oddi og egg gegn
áhugaleysinu sem velgengnin skapaði var miklu erfiðara og
mun það vera reynsla á öllum tímabilum.
Samt var það ofurefli jafnvel fyrir þennan óvin að
dreþa kristindóminn. Á öldunum, sem i hönd fóru og
lenigdust fram í miðaldir, þrátt fyrir skelfilega spilling
páfadómsins, eins og hann stundum sýndi sig, ljómaði
Ijósið sem Jesús birti heiminum í óteljandi guði-vigðum
sálum. Bernhard frá Clairveaux söng þá ódauðlega kristna
sálma. Anselm í Cantaraborg rökræddi friðþæginguna
með heittum vopnum andans. Franz frá Assissi (1182—
1226) afsalaði sér öllum eigum sínum og öllum lífsþægind-
um, sóttist eftir að hjúkra sjúklingum, sem þjáðust af hin-
um allra viðbjóðslegustu sjúkdómum, prédikaði Guðs orð
á hinu einfaldasta máli með þeim undrakrafti, ekki einu
að þúsundir manna dáðu hann, heldur þúsundir manna
gengu Guði á hönd. Svo samgróinn var hann lífi og píslum
Jesú Krists, að eftir vitnisburði sjónarvottar sáust á líkama
hans merki um kvalir Krists á krossinum. Það er vafamál
hvort nokkurn tíma fyr eða síðar hafa verið menn á jörð-
unni, að undanteknum ef til vill sumum postulunum, sem
komist hafa nær því að líða ineð Jesú í sálarlífi sínu, en
sum fegurstu ljós miðaldanna. Hjarta þeirra sagði, “Sigur-
hetjan, Jesús minn.”
(Framh.) —R. M.
i