Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 4
82 Einn liður i þessu samstarfi kirkju og þjóðar er það sem unnið er fyrir æskuna, hvort heldur er í skóla eða í félagi. Hann finnur sárt til þess, að kirkjan hafi vanrækt æskuna. “Guðsþjónusturnar eru ekki sérstaklega fyrir þá, sem ungir eru. Það er ekki sérstaklega vikið þar að þeirra áhugamálum, ekki þeirra viðfangsefnum nema þá lítið og örsjaldan.” Þetta verður svo einn þátturinn í algjöröu áhugaleysi um öll andleg mál. Þessu vill hann görbreyta. Hann eggjar kristilega lögeggjan er hann segir: “Það er hið mikla verkefni, hlutverk vor kirltjunnar manna, að vekja æskulýð lands vors til nýs og voldugs starfs fyrir Krist og kirkju hans.” Hann vill láta stofna kristifegt félag ungra manna og kvenna í hverju einasta prestakalli landsins. Hann kannast við kosti annara ungmennafélaga svo sem skáta- og íþróttafélaga; en hann telur kirkjunni nauðsyn æskulýðsfélaga sem setji kristindóminn efst á stefnuskrá sína. “Að sjálfsögðu eiga þau að mæta með skilningi öðrum hugðarefnum unga fólksins, styðja það til íþróttaiðkana, hvetja það bæði til andlegs og líkamlegs náms, leyfa þvi hollar og góðar skemtanir; og engan veginn að loka það úti frá heilbrigðum gleðilindum lífsins. Félögin eiga að búa æskumanninn undir lifið og hlutverk hans þar, ala hann þannig upp, að hann gangi út í lífið með bjarta og sterka lífsskoðun kristindómsins, sem sannur kristinn mað- ur.” Tvimælalaust má óska íslenzkri æsku til hamingju með slikan leiðtoga. Falli nú mikið af blessun Drottins í skaut foringja og fylgjenda í væntanlegri samúð og sam- vinnu. Náskylt þessu er skólastarfið. Hinn nýi leiðtogi telur marga ágætismenn í kennarastöðu. Kennari og prestur, kirkja og skóli eiga sameiginlegt hlutverk, sem þeim ætti báðum að vera helgidómur: að móta ungar sálir fyrir guð- dómlega nytsemd. Ómetanleg blessun er það sérhverju landi, að allir skólar þess séu kristilegar mentastofnanir. Það vantar eitthvað í þá mentun, sem ekki er kristileg. Samstarf kennara og presta er biskupinum mikið áhugamál. Kirkjuna vil) hann leiða til þess vegs sem henni er samboðinn, sem er í samræmi við það vald og þá nytsemd, sem Kristur gaf henni er hann stofnaði hana. Þar eiga hlut að máli bæði prestar og leikmenn. Allir ættu að sýna henni sóma og styðja hana til þess að breiða birtu bíessunar sinnar yfir landsins börn. Sem allra oftast vill biskupinn að skírnir og hjónavígsluathafnir fari fram í kirkjunni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.