Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 18
96
leitast við að benda á hér að oí'an, og held eg sterklega að
það yrði hinum yngri hvöt til að kaupa blaðið svo að með
því að hækka verð blaðsins um þriðjung þá gæti það
borgað sig sem mánaðarblað, sem það getur nú naumast
heitið.
Mér skilst að blað sé igefið út at' okkar unga fólki í
Winnipeg eða Selkirk með svipaða stefnu og “Sameiningin.”
Væri þá ekki hugsanlegt að sameina þau blöð og komast
þannig að ofangreindri hugmynd minni eða er alstaðar
ljón í veginum?
Þá er nú að snúa sér að spurninigum þínum í áminstri
grein. Þegar eg hlýði á prédikun gjöxá eg ekki kröfu til
sjálfs mín að muna alla ræðuna; en ef eg man, þó ekki sé
nema eina setningu, sem eg get heimfært til sjálfs min,
þá þykist eg ekki hafa farið til einskis, og sama gildir um
lesmál. Eg' vil taka t. d. hina gullfallegu setningu hjá séra
S. ólafsson í áminstu Sameiningar-hefti: “Ef vér þykj-
umst of stórir til að umgangast hinn minsta smælingja erum
vér enn of litlir til að vera lærisveinar Jesú Krists.”
“Maðurinn, sem situr heima” eftir It. Marteinsson var
ágæt hugleiðing og færi vel í Sameiningunni árlega. “Ekkj-
an í Ási,” B. B. J., er einnig i tölu hins bezta, að ógleymdum
sumum þýðingum eftir G. G. Gott væri að heyra persónu-
tega trúarreynslu fólks. Ekki pláss fyrir mikið af ljóðum.
Eg læt hér staðar numið og vona að þú takir viljann
f'yrir verkið þó stirt sé bæði stíll og hönd.
Með beztu árnaðaróskum til þín, kirkjuþingsins og vina
minna, sem þar verða.
,/. A. Vopni.
Kom, dagur nýr, ó, dýrðarskær og hár
með drottins ljós og votar þerra brár;
gef öllum heimi frið og frelsistíð,
og fallinn reistu sundurmarinn lýð.
ó kom, ó, kom, þú bjarta liliða sól,
veit börnum jarðar eilíft náðarskjól.
S. Sigurðsson
Ashern, Man.