Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 10
88
það er sannfæring mín, að af þessu bréfi lærum við að
þekkja hana betur en af nokkru öðru, sem frá íslandi hefir
komið í seinni tið. Þessvegna hefi eg lagt alla stund á það
að láta biskupinn hafa sem mest orðið í þessum umræðum.
Nú vil eg biðja góðan Guð að blessa starf og kirkju
þessa nýja biskups, leiða hann og hana að fótum meistara
allra aldanna og láta þau “vaxa í náð og þekkingu Drottins
vors og Frelsara, Jesú Krists.”
Rúnólfur Marteinsson.
Þessi víðkunni og góði gestur heimsótti Trúboðsfélag
Fyrsta lúterska safnaðar og vænan hóp annara vina í sain-
komusal kirkjunnar á mánudagskvöldið 17. júní. Var
mörgum forvitni á að sjá manninn og kynnast honum, og
valda því ýmsar ástæður. Fyrst og fremst er hann holdi
klæddur ávöxtur lúterska trúboðsins í Japan, og talinn einn
af færustu prédikurum og
m entamál afrömu ðum kri stinn-
ar kirkju í landi þar. Auk
þess er hann náinn samverka-
maður og vildarvinur trúboðs-
hjónanna íslenzku í Japan,
þeirra séra Octavíusar S. Thor-
laksson og frú Karolínu. Mun
það hafa valdið mestu um að
Mr. Inadomi lagði drög fyrir
að sækja Fyrsta lúterska söfn-
uð heim, að hann langaði til
að kvnnast heimasöínuði frú
Thorlaksson og bera kveðju
þeirra hjóna. Leysti hann
það verk af hendi á mjög
virðulegan og vingjarnlegan
hátt, og bar þeim hjónum, fvr-
ir hönd lútersku kirkjunnar i
Japan, ágæta sögu. Taldi
hann trúboða vorn tvímæla-
laust meðal færustu manna
sem kristin kirkja í Japan hefir á að skipa og lagði sér-
staka áherzlu á hæfileika hans til umsjónar og framkvæmda
Dr. Hajimi Inadomi