Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 5
83 Þar verða þær hátíðlegastar og tilkomumestar. En til þess að það geti orðið er mikið komið undir prestinum. “Yfir sérhverri helgiathöfn þarf að hvíla hátíðablær. Ekki hin ískalda alvara, sem enginn Ijósgeisli sýnist vera i, heldur sú birta, sem einkennir hinn bjarta og fagra boðskap, sem kirkjan í sérstökum skilningi er kölluð til að flytja mönn- unum. Og það skyldi sérhver prestur kappkosta, að bjart- ara yrði í hugum manna eftir athöfnina en áður.” Þegar talað er um athafnir í kirkjunni, hverfur hugur- inn aðallega að guðsþójnustunni og þá ekki sízt að pródik- uninni. Vil eg þar láta biskupinn hafa orðið. “Það er auðvitað sjálfsagt, að prédikun prestsins sé fyrst og fremst kristin prédikun, bygð á heilagri ritningu, kenningu kristindómsins, boðskap Ivrists, lífi hans, starfi hans og fyrirmvnd. Hún á að ræða um það sem prestinum liggur mest á hjarta í hvert sinn er hann kemur í kirkju sína, ræða um það sem hugirnir eru við að stríða á hverj- um tíma, jafnvel bæði í ytra og innra skilningi, atburði þá, sem fram eru að fara í söfnuðinum og eru þess eðlis að mikilvægt er að þeir séu skoðaðir í æðra Ijósi. Tilgangur prédikunarinnar er sá, að kenna mönnum betur en áður veg sannleikans, lífsins og kærleikans, kenna þeim að nálgast Guð meir en áður, í hugsun, orði og verki. Til- gangur sérhverrar guðsþjónustu er sá, að koma þeim, er hana sækja í tilbeiðsluhug, svo að þeir fari frá henni aftur beti’i, glaðari, sannari menn. Takmarkið er, að frá guðs- þjónustunni fari menn aftur út í lífið og baráttu þess ör- uggari og sannfærðari um handleiðslu Guðs og góðan til- gang alföður í öllu því, sein fyrir ber og í ,gegnum er gengið, jafnvel þótt sporin séu þung og sár.” Margt er í þessu fagurlega sagt; en tæpast er við því að búast, að allir menn verði sammála um það hvernig eigi að prédika. Til þess þvrftu menn að vera sammála um kristindóminn, því hann kemur allur til greina í prédikun- inni. Vér komum þá að trú og trúfræði. Mér fanst, er eg las Hirðisbréfið, að bezt væri að athuga hvort atriðið út af fyrir sig. Ástæðan fvrir því var sú, að biskupinn dregur þar í milli nokkuð ákveðin landamerki. En tilfellið er að fáir menn geta þar gjört fullkominn aðskilnað, og auðvitað er það ekki heldur g.jört í þessu bréfi; þessvegna fer bezt á því, að þessi atriði séu rædd sameiginlega. Við athugun þessa máls kemur mér i hug samanburð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.