Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 13
91 trúboðsfélagi safnaðarins, sein Mrs. Ingunn Marteinsson veitir forstöðu. Það er hressandi að kynnast mönnum eins og Dr. Inadomi og heyra inál þeirra. Vitnisburður manns, sein eins og hann talar af djúpri reynzlu og brenn- andi sannfæringu um gildi kristinnar trúar, er meira virði en fimbulfamb fjöldans um það að öll trúarbrögð séu jafn- ‘gild, og að hver þjóð eigi að búa í næði að sinni trú, hversu fráleit sem hún kann að vera veginum sem Kristur kendi mönnum að l'ylgja, veginum eina, sem leiðir til hins sanna lífs bæði þessa heims og annars. Kirkjufélag vort má gjarnan minnast þess að það á hlutdeild í því starfi sem Dr. Inadomi og samverkamenn hans reka í nafni Krists. Sú hlutdeild vor ætti að vaxa en ekki að minka, — í henni er falin von vor um nýja dagrenning, og vegur út úr marg- víslegu öngþveiti mannlegs lífs. —V. ./. E. Merkilegt bókasafn Wagner College heitir lúterslc mentastofnun í New Vork borg. Að vísu hefir skólinn heimili á evju í höfninni, en sú eyja er innan takmarka borgarinnar, og heitir Staten Island. Staðurinn er yndislega fagur og útsýni þaðan til- komumikið. Edwin G. Markham var merkur rithöfundur í Banda- ríkjunum; hann dó 8- marz. Hann var frægur fyrir rit- störf sín, sérstaldega fyrir skáldskap þar sem hann skip- aði öndvegi með þjóð sinni hin síðari ár. Að minsta kosti eitt kvæði hans hefir verið þýtt á íslenzku. Jón heitinn Runólfsson leysti það verk af hendi með sinni vanalegu snild, en kvæðið heitir “Kona Pílatusar.” Er það að finna í kvæðasafni Jóns og er áreiðanlega tilkomumikið kvæði. Þessi maður arfleiddi Wagner College að því nær öllu bókasafni sínu. Eru þar 15,000 bindi. Safnið er sérstak- lega auðugt að skáldskap. Það verður geymt í sérstöku herbergi og ber nafnið “Edwin G. Markham Library.” Verður þar dásamleg auðsuppspretta andans um ótakmark- aða framtíð. —R. M.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.