Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 8
86
áí'ellisdóm þótt vér ekki samþykkjum kenninguna um yfir-
náttúrlega fæðing Jesú, og ekki heldur þótt vér ekki fylgj-
um gömium rétttrúnaði i sambandi við friðþæginguna.
Nýmælabragurinn á þessu er hverjum, sem athugar,
augljós. Eg efast um, að nokkurt lúterskt kirkjufélag í
Vesturheimi myndi þannig segja frá guðdómi og friðþæg-
ingu Jesú Krists. Fyrir oss, sem höfum alist upp kirkju-
lega hér vestra, er þessi frásögn öðruvísi en sú, sem vér
höfum talið rétta.
Hvaða áhrif hefir svo þessi nýrri framsetning kristin-
dómsins á þjóð vora? Er biskupinn eins og liður í þroska
þess boðsltaps með þjóð vorri, þannig að þetta falli þeim
vel í geð sem eru hikandi eða fjarlægir og þetta verði til
þess að leiða þá nær helgidómi trúarinnar, og kristindómur
þeirra verði æ ákveðnari? Eða bendir þetta á los við hinn
gamla grundvöll, sem verður til þess að losið verður æ
meira? Guð gefi sigur hinni fyrri þroskaleið.
Eina umsögn biskupsins viðvíkjandi Frelsaranum lang-
ar mig lil að benda á. Hún er þessi: “Drottinn Jesús Ivrist-
ur, hinn mikli meistari, virðist hafa verið gjörsamlega ó-
háður trúarsetningunum.” Ef átt er með trúarsetningum
við skýringar fræðimannanna á Gamla Testamentinu, býst
eg við að þetta sé rétt. Þarf í þessu sambandi ekki annað
en vitna í fjallræðuna þar sem stendur nokkrum sinnum:
“Þér hafið heyrt að sagt var . . . en eg segi yður.” Við það
fræðikerfi var hann ekki reyrður höndum, en við grund-
völlinn sjálfan, sem þessir roenn voru að reyna að skýra,
var alt öðru máli að gegna. Vert er að athuga hvað hann
segir um Gamla Testamentið sjálft: “Ætlið ekki að eg sé
kominn til að niðurbrjóta lögmálið eða spámennina; eg er
ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að upp-
fylla; því að sannlega segi eg yður: þangað til himinn og
jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða einn staf-
krókur lögmálsins líða undir lok unz alt er komið fram
(Matt. 5:17, 18.). Vel veit eg að, með þessu er kannast við
þroska guðlegrar opinberunar og áframhald hennar; en
mergurinn málsins er sá, að þetta er trúarsetning viðvíkj-
andi guðlegum innblæstri Gamla Testamentisins.
Biskupinn segir, að “margbreyttar leiðir” geti legið að
hinu sanna altari trúarinnar. Hann segir frá manni, sem
er gamalguðfræðingur í strangasta skilningi og svo frá öðr-
um, sem er guðspekingur og frjálslyndið sjálft á hina
nýjustu vísu, en báðir mennirnir eru með hjartað fult af