Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 7
85 og Lúters? Er ekki bæði yndi og arður að sanngjarnri, viturlegri athugun þess, seni mannsandinn hei'ir bezt at- hugað á sviði trúfræðinnar? Allir kristnir leiðtogar verða að hafa einhverja trú- fræði. Biskupinn er þar á engan hátt undanskilinn. Hann tjáir mönnum trúfræði sína að minsta kosti í tveimur at- riðum, en þau eru: gildi heilagrar ritningar og persóna Jesú Krists. Um lyrra alriðið segir hann þetta: “Enginn getur metið gildi Ritningarinnar fyrir oss. Hún er vort æðsta o,g í raun og veru einasta leiðarljós. Hún er vort æðsta og í raun og veru einasta leiðarljós. Hún hefir að geyma næringu fyrir ungbörnin og kraftmeiri fæðu fyrir þá, sem eldri eru og teknir að þroskast að vizku og vexti. Hún sefar þrá og þorsta mannssálarinnar eftir Guði, hún fær öldungnum staf til að styðjast við. Hún ber boð- skap Jesú Krists víðsvegar um veröldina til endimarka jarð- ar. En það sem vér horfum fastast á i Heilagri Ritningu og skoðum með mestri lotningu og aðdáun, eru frásagnirnar um kenningu og líf Jesú Krists eins og þær birtast oss í guðspjöllunum.” Um persónu Jesú Krists segir biskupinn jjetta: “Ivristin kirkja er lil orðin. lifir og starfar í þeirri trú, að mannkvninu sé í Jesú Kristi gefin hin æðsta opin- berun Guðs. Þessi opinberun er fólgin í öllu, sein hann var og gjörði, og er þannig ó engan hátt bundin við kenn- ingu hans eina. Þessi opinbsrun Guðs í Ivristi er svo skýr, að mannshugurinn kunni ekki að gjöra greinarmuninn á honum og föðurnum og kallaði hann því Guð — og son hins lifanda Guðs.” Frammi fyrir dýrðlegri persónu hans er maðurinn lotningarfullur aðdáandi, en “með mjög tak- markaðan skilning á heilagleik hans og fegurð,” enda telur biskupinn fullkominn skilning á þessum atriðum ekki skifta miklu máli. “Aðalatriðið er vafalaust það, að vér getum heillast af honum, þráð að vera í návist hans, þráð að sitja við fætur hans og hlusta, að í sál vorri geti vaknað heit og einlæg löngun eftir því, að fylgja honum, likjast honum í hugsunum, orðum og verkurn, að vér eigum hug- arfar hins sanna lærisveins, sem vill læra af honum veg lífsins — læra af honum breytnina við aðra menn, hóg- værðina, lítillætið, að vér getum lært af honum að þjóna mönnunum í samúð og kærleika.” Án Krists getur mað- urinn “alls ekkert gjört.” Ef vér aðeins höfum þetta hugar- far álítur biskupinn, að “oss verði ekki stefnt fyrir neinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.