Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 16
94
anlegt traust manna og var frábærlega starffús, hlóðust á
hann ýmisleg gjaldkerastörf. Hann var mörg ár féhirðir
Fyrsta lút. safnaðar. Hann vann einnig samskonar starf í
j^águ Eimskipafélags íslands þegar mest var unnið að því
máli hér vestra. Upp á marga sjóði til styrktar einu eða
öðru hjálpaði hann á sama hátt. Hann var endurskoðari
reikninga Kirkjufélags vors langan tíma.
Hann var á allan hátt nýtur maður í mannfélaginu og
lét sig góð málefni skifta eftir því sem kraftar leyfðu. í
skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla átti hann sæti mörg ár
og var velunnari þess málefnis.
Hann kvæntist Svövu Concordiu Frederickson 31. dag
júlí-mánaðar árið 1912. Hún var dóttir Olgeirs heitins
Fredericksonar og Vilborgar Jónsdóttur. Bjuggu þau lengi
í Argyle-bygð, við hinn allra bezta orðstír. Hjónaband og
heimili Thorsteins og Svövu var í alla staði yndislegt.
Hvorugt þeirra lét nokkuð ógjört til að efla hina sönnu
heill heimilisins. Þau eignuðust sex börn, mistu einn dreng
á unga aldri, en hin fimm er öll með móður sinni í Winni-
peg, sum fullorðin, öll mannvænleg. Þau eru: Olgeir
Frederick, Hermann Edward, Norman Lloyd, Hildur Mar-
garet, og Gladys Elín.
Alla sína tíð var Thorsteinn sannur vinur kristindóms
og kirkju, fús til þess að leggja lið öllu kristilegu af ítrasta
megni. Hann var, meðal annars, umsjónarmaður sunnu-
dagaskólans í söfnuði sínum ein 8—9 ár, hóf það verk
1931. Honum lét það starf einkar vel og hafði mikinn
áhuga fyrir því máli.
Séra Valdimar Eylands flutti kveðjumálin. Fjölmenni
í Fyrstu lútersku kirkju við útfararathöfnina, sem haldin
var 12. marz, var eitt hið mesta, sem nokkurntíma hefir
komið þar saman í slíkum tilgangi.
Fyrir hina margþættu hjálpsemi hans ásamt allri hans
alúð og einlægni átti hann skara af vinum.
Þrátt fyrir veila heilsu hin síðari ár, var hann nærri
sístarfandi.
Nytsamt, vel unnið æfistarf i anda Jesú Krists, þeim
til blessunar, sem hann á einn eða annan hátt nálgaðist,
var afrek hans. Kirkja vor hefir mist mikið þegar hann
lagði niður starf.
“Þú góði og trúlýndi jyjónn,” sért þú falinn Guði til
eilífðar.
—fí. M.