Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 17
95 Árangur af ávarpsorðum f ágúst-blað “Sam.”, 1938, ritaði eg nokkur orð til les- endanna, bað þá urn samvinnu og æskti þess, að þeir léti blaðinu í té hugmyndir sínar. Ekki get eg sagt að þau tilmæli hafi, t'ram að þessu, verið með öllu árangurslaus, þó ekki hafi inargir látið til sín heyra. Rétt í þessu kom ávarp frá J. A. Vopna, sem lengi var einn sterkasti og áhrifamesti meðlimur í Swan River söfnuði. Mr. Vopni er einn af hinum föstu, sönnu trúu meðlimum kirkju voí-rar hér vestra. Mér þykir undur vænt um að birta hér bréf hans. Það ber vott um góðan skilning á málefnum okkar og sterkan áhuga fvrir þeim. —R. M. Bréf um “Sameininguna” Heiðraði kæri Marteinsson:— Það er svar mitt við tilmælum þínum til lesenda “Sam- einingarinnar,” í nefndu blaði ágústmánaðar, 1938, sem mig langar til að senda þér, þó seint sé — ef ske kynni að hug- mynd mín þætti þess virði að taka tillit til hennar við úr- lausn þessa vandamáls á þingi næstu viku. Ef eg mætti gjöra tillögu þá vrði hún á þessa leið: (1) Að stækka blaðið um helming; (2) að hafa við- bættu örkina á ensku; (3) að fjölga kaupendum meðal hinna ijngri um helming, ef unt er; (4) hækka verð blaðs- ins um þriðjun (upp í $1.50) um árið. Að stækka blaðið gjörir það útgerugilegra. Á ensku verður viðbætirinn að vera, því það verður að koma til hinna vngri á því máli, sem þeir geta lesið, en þeir munu fáir nú af þeim eldri, sem ekki lesa bæði málin jafnt; og raddir hafa heyrst frá hinum vngri að þeir þykjast hjá settir okkar félagsskap vegna málsins (eg segi “okkar” því annarsstaðar finst mér eig ekki eiga heima). Ef við fáum ekki yngri kynslóðina til að kaupa og iesa “Sameininguna” ])á er af auðskiljanlegum ástæðum einn kostur nauðugur, að láta blaðið hætta að koma út, eftir lítinn tíma. En von mín er, að vilji menn nokkuð á sig leggja þá geti blaðið haldið áfram langan tíma, með þeim skilyrðum, sem eg hefi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.