Sameiningin - 01.06.1940, Blaðsíða 6
84
ur þjóðkirkjunnar íslenzku við kirkjufélag vort hið íslenzka
og lúterska hér vestra. Meir en háll' öld er liðin síðan fólk
frá íslandi hóf landnám hér vestra. Þegar því l'ólki var safn-
að saman í söfnuði og kirkjufélag stofnað, var aðal hugsunin
sú að varðveita þann trúarlega arf, sem vér áttum á íslandi,
með hliðsjón af starfi og aðferðum samskonar kirkjufélaga
hér í álfu. Á þessari hálfu öld og meir, höfum vér orðið
fyrir vmsum breytingum; en þjóðkirkjan íslenzka hefir
J)ieyzt meira. Má vera, að þetta sé eðlilegur gangur hlut-
anna og hliðstæður því sem átt hefir sér stað hjá öðrum
þjóðum sem fluzt hafa til jnessa meginlands. Má vera, að
menn finni hér svo mjög til hættunnar að andlega erfða-
gózið glatist, að það sé lífsnauðsyn að halda sem fastast í
það. Á þeim tíma hefir kirkjan á fslandi ferðast hröðum
skrefum í breytingaráttina.
Eitt af þvi, sem stingur í augu í bréfinu er það, að
orðið “lúterskur” er þar hvergi að finna. Við komum með
þann skilning frá íslandi, að kirkjan þar væri lútersk, að
lúterskar trúarjátningar væru nefndar í lagasafni þjóðar-
innar, að lútersk guðfræði væri þar í miklum metum höfð,
og það væri lúterskur kristindómur, sem okkur hefði verið
kendur. Þessvegna stofnuðum við hér lúterskt kirkjufélag.
f öllum hinum lútersku kirkjufélögunum hér í Vesturheimi
er sterk áherzla lögð á lúterskar játningar og lúterska guð-
fræði, ennþá sterkari yfir höfuð en í íslenzka kirkjufélag-
inu. Er nú þetta horfið úr meðvitund fólksins á íslandi?
Er þar engin lútersk kirkja lengur til? Á þessari hálfu
öld hefir íslenzka þjóðin hætl að vera lútersk?
Gott væri að fá skvring á þessu efni frá íslenzku þjóð-
kirkjunni sjálfri.
Að hiskupinn sé nýmælamaður á sviði trúfræðinnar
orkar ekki tvímælis. Hann telur það “gæfu hinni íslenzku
þjóð, að þjóðkirkjan er rúmgóð og írjálslynd,” en “blessun-
arlega laus við ofstækisfulla sértrúarflokka.” Hann segir
að “trúfræðin hafi aldrei verið sér aðalatriði.” Svo bætir
hann við, “ það er ekki meiri trúfræði sem oss vantar heldur
meiri trú.” Eg á von á því að vér samþykkjum þetta allir,
að nokkru leyti. En er trúfræðinni gjört rétt undir höfði
með þessu? Hvað er trúfræði? Er hún ekki tilraun mann-
anna til að gjöra sér grein fyrir trúnni og skipuleggja þær
hugsanir? Hafa ekki margir göfugustu andar mannkyns-
ins lagt fram beztu sálarkrafta sína, meiri hluta æfinnar í
þjónustu þess máls? Á að slá strvki yfir æfistarl' Ágústíns