Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1931, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.07.1931, Blaðsíða 6
196 Syrgja hér sveitir, 'Svanni og mögur, Klerkmenn, kirkja Og kristin þjóð.— En mæðradaginn2) Móðir faðmar Heimkominn son í himininn. Jónas A. Sigurðsson. Máni, nefndur Hólmgöngn-Máni, nam Skagaströnd 2> Mæðradagnrinn var í ár 10. maí. Kirkjuþingið ÞaÖ hófst með fjölmennri guðsþjónustu í hinni yngri kirkju Garðar safnaðar í Norður Dakóta kl. 11 f. h. fimtudaginn þann 25. júní. Séra H. Sigmar þjónaði fyrir altari. Forseti kirkju- félagsins flutti þingsetningarprédikun útaf Róm. 8, 28: “En vér vitum, að þeim sem Guð elska, samverkar alt til góðs.j’ Að lok- inni altarisgöngu, er kirkjuþingsmenn og aSrir tóku þátt í, var þingið sett á venjulegan hátt. Um fimtíu erindrekar safnaða sátu þingið, auk presta og embættismanna. Því miður gat séra Sigurður Ólafsson frá Árborg ekki sótt þingið vegna veikinda elztu dóttur hans, Evangeline. Lézt hún á spítala i Winnipeg föstudaginn þriðja júlí. Hlut- tekning og samhygð í ríkum mæli á þessi bróðir og fjölskylda hans í þessum sára missi. Þingið stóð yfir í þrjá daga. Tvo daga í kirkju Garðar- safnaðar og þriðja daginn í kirkju Vídalíns safnaðar að Akra. Guðsþjónustur voru fluttar i öllum kirkjum bygðarinnar kl. 11 f. h. sunnudaginn á eftir, og um eftirmiðdaginn voru kirkjuþings- gestir og bygðarfólk í rausnarlegu boði hjá Víkursöfnuði á Mountain. Um 1,400 manns munu hafa komið saman í skógar- lundinum fagra viS samkomuhúsið á Mountain. Fór þar fram hin ánægjulegasta skemtun. Það víxlaðist á söngur og stuttar, f jörugar ræður. Auk þess skemti lúðraflokkur Mountain-bygðar. Svo hinar rausnarlegustu veitingar handa öllum þessum mann- fjölda.—Á hverjum þingdegi buðu konurnar þingmönnum í eftirmiðdagskaffi. Voru viðtöikurnar allar sammerktar hinni ljúfustu gestrisni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.