Sameiningin - 01.07.1931, Blaðsíða 11
201
laust eitt af okkar beztu þingum—þing, er bar vott eindrægni,
bróÖurþels, áhuga og nærgætni. Mættum vér sífelt betur færast
i horfið. —K. K. Ó.
Kirkjuskóli og mentun
Eftir dr. John Mackay, skólastjóra Manitoba College
í Winnipeg.
Dr. Mackay er af skozku hálendingakyni en fæcldur og uppalinn
í Ontariofylki. Hann útskrifaðist af Toronto-háskóla, en nam gu8-
fræöi í Glasgow á Skotlandi. Hann var um tíma prestur stórrar
Presbytera kirkju í Montreal, síðar forstööumaður Presbýtera-skóla
í Vancouver. Þaöan kom hann hinga'ð fyrir 10 árum síðan til þess
að vera skólastjóri Manitoba College, en sá skóli er nú prestaskóli
sameinuðu kirkjunnar canadisku fyrir Manitolta. Dr. Mackay er frá-
bærlega skýr maður og lærður maður í bezta lagi. Hann á afar mikl-
um vinsældum að fagna bæði sem prédikari og fyrirlesari. Hann var
valinn til þess að flytja prédikunina á guðsþjónustunni, sem haldin var
við stjórnarhyggingu Manitobafylkis á 60 ára afmælishátíð þess. Með
nokkrum öðrum merkum mönnum úr Canada var hann fyrir 2 árum
sendur til Kína og Japan til áð athuga fólk og ástand þar í því augna-
miði að hlynna sem bezt að vinfengi og samvinnu Kyrrahafsþjóðanna.
Síðastliðinn vetur var hann einn nefndarmanna er stjórnin hér útvaldi
til þess að ferðast um bygðir útlendinga i Vestur-Canada til þess að
eignast sem allra réttasta hugmynd um ásigkomulag þeirra. Dr.
Mackaj' er víðsýnn maður og drengur hinn bezti. Honum má óefað
skipa á lækk með fremstu kirkjuhöfðingjum Canada.
Ritgerð sú. sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, var rituð í vetur
fyrir ársrit skóla vors.
Frumkirkjan var samfélag þeirra rnanna og kvenna er lifðu
í Kristi. Sérhver meðlimur var boðberi guðspjallsins og kirkjan
útbreiddist óðfluga um hið róntverska ríki, einkum fyrir starf-
serni óbreyttra manna og kvenna. Brátt hófst þó kennimannlegt
embætti sem sérstakt starf og klerkastétt myndaðist, er hafði nteð
höndum leiðsögu kirkjunnar fyrir handleiðslu heilags anda.
Þessir fyrstu leiðtogar voru mentaðir undir umsjón Grikkja og
Gyðinga og urðu nýir menn að hugsun og lífi fyrir guðspjall
Krists. En önnur kynslóð kennidómsins jtarfnaðist frekari ment-
unar undir ttmsjón kristindómsins. í því skyni risu upp skólar
klaustranna tun gervalt ríki Rómverja. Þessir skólar voru eink-
um sniðnir fyrir kennimenn og þeir urðu grundvöllur mentaskóla
og háskóla nútimans. Smám saman var öðrttm kenslugreinum
bætt við hinn upprunalega undirbúning undir prédikun orðsins